Smelltu fyrir myndband um Spire Studio frá iZOTOPE

Spire Studio er lófastórt upptökutæki: Innbyggður hljóðnemi, tvö XLR/TS tengi með Grace Design formögnurum og margverðlaunaðri hljóðvinnslutækni frá iZOTOPE.

Hafður Spire Studio með í för og taktu upp hvar og hvenær sem er: Með innbyggðri rafhlöðu, einföldum stjórnborði og tengingu við síma eða spjaldtölvu (iOS og Android) geturðu tekið upp við ótrúlegustu aðstæður, hljóðblandað og sent útkomuna til samstarfsmanna eða beint á SoundCloud.

Spire Studio er nauðaeinfalt í notkun: Þú kveikir á tækinu, stillir upptökustyrk fyrir hvora rás með einum hnappi, setur upptöku í gang með öðrum og notar snjallforritið til að velja upptökuhluta, bæta við effektum og hljóðblanda.

Komdu við hjá Exton og kíktu á gripinn!

Tilboðsverð kr. 59.900 m/vsk