Við prófanir hafa komið upp vandamál varðandi Pro Tools | Control á iPad með iOS 13, sem Avid telur að ekki náist að leysa fyrir 19. september þegar iOS 13 kemur út.

Avid ráðleggur því notendum Pro Tools | Control að uppfæra ekki iPad stýrikerfi í iOS13 fyrr en lausn er fundin.

Smelltu hér til að fá nýjustu upplýsingar um stöðuna!

PS: Fyrir notendur appa á borð við Pro Tools | Control er betra að slökkva á sjálfvirkri uppfærslu fyrir bæði iOS og öpp.

Exton óskar Skagamönnum til hamingju með nýja 144,5“ Unilumin LED skjáinn á Jaðarsvelli sem vígður verður á leik ÍA og Aftureldingar í Inkasso-deild kvenna á föstudaginn.

Með Unilumin 6,67 mm pixel skjá og stýringu frá Scoreboard System má jafnframt nýta stigatöfluna til að birta myndir af leikmönnum, sýna hver skoraði og innáskiptingar, spila auglýsingar og minna á næsta leik eða æfingar.

 

 

Risa LED skjár með hárri upplausn eykur VÁ-áhrifin og gerir upplifun áhorfenda af leiknum enn skemmtilegri.

 

Þegar stórveldi á borð við Rammstein leggur land undir fót duga engin vettlingatök. Ronald Greil og Patrick Woodroffe frá Woodroffe Bassett Design lögðu upp með vel yfir 1000 Claypaky kastara, m.a. HY B-EYE K25, Scenius Unico, Mythos 2 og Sharpy, sem ásamt hefðbundnum eldsprengjum prýddu stórkostlega sviðsmynd þar sem áhrifum frá Metropolis og gufupönki var snilldarlega blandað saman við hið hefðbundna hráa iðnaðarútlit sem hljóðmsveitin er hvað þekktust fyrir.

Ef þú misstir af þessu stórkostlega augnakonfekti í sumar þá er enn von – með vorinu mun Rammstein halda áfram með Evróputúrinn þar sem frá var horfið og spila víðar af sínum alkunna krafti.

 

Fyrir ári hófst 5 ára samstarf Meyer Sound tónlistarhátíðarinnar í Hróarskeldu, stærstu og elstu tónlistarhátíðar í Norður-Evrópu. Meyer Sound sér um öll hljóðkerfi á hátíðinni, sem teygir sig yfir 8 svið og 2,5 ferkílómetra. Ríflega 1000 hátalara úr LEO vörulínunni þurfti til að dekka allt svæðið og um leið nauðsynlegt að huga vel að hljóðsmiti milli sviðanna. Hluti af samvinnunni felst því í þróun og frekari útfærslu á framkvæmd hátíðar af þessari stærðargráðu, vinna sem báðir aðilar koma að allan ársins hring á samningstímanum, með það sameiginlega markmið í huga að auðga upplifun hátíðargesta.

 

Kíktu á myndbandið: https://meyersound.com/video/roskilde-2019-wrap/

Ljósabúnaður frá Clapypaky spilaði stóra rullu á 54. þjóðhátíðardegi Singapore.
Hátíðarhöldin í ár voru óvenju viðamikil þar sem 200 ár eru frá því að Sir Stamford Raffles tók þar land.

Dagurinn markar því upphaf þeirrar uppbyggingar sem umbreytti Singapore
í þá stórbrotnu borg viðskipta sem við þekkjum í dag.

 

    

    

 

Ríflega 1000 ljóskastarar komu við sögu, þar af 602 frá Claypaky
sem áttu stóran þátt í að lýsa upp himininn yfir borginni.

Fiskidagurinn mikli er eitt af viðameiri verkefnum hjá okkur í Exton.

Fyrsta vetrardag mun N4 sýna upptökur frá tónleikunum – af því tilefni birti sjónvarpsstöðin nokkur létt og skemmtileg viðtöl við strákana í teyminu sem tekin voru á meðan á uppsetningu stóð í norðlenskum sumaryl og sælu.

 

Exton á Fiskideginum Mikla

Exton á Fiskideginum MiklaFyrsta vetrardag verða Stórtónleikarnir á Fiskideginum Mikla 2019 sýndir á N4! Að baki slíkum tónleikum liggja mörg handtök sem við sem áhorfendur áttum okkur oft á tíðum ekki á. Við heyrðum hljóðið í Exton þegar að þeir voru í óða önn að setja upp sviðið, tengja hljóð, ljós og annan búnað sem þarf að vera í lagi svo að sýningin geti gengið smurt fyrir sig.Fiskidagurinn mikli

Posted by N4 Sjónvarp on Mánudagur, 2. september 2019