Stundum þarf að hugsa út fyrir kassann og það gerðu svo sannarlega John og Helen Meyer fyrir áratug eftir að hafa gert heiðarlega tilraun til að njóta matarins í yfirþyrmandi skvaldri og hávaða á Comal, fjölsóttum veitingastað í Berkeley.
Í bráðskemmtilegri grein rekur Chris Berdik, blaðamaður POPSCI, sögu þess hvernig Meyer Sound nýtti tæknina að baki Constellation kerfisins til endurhanna og stýra hljóðvist í veitingasal, rétt eins og venjulega er gert í tónleika- og fundarsölum – bara með örlítið öðrum áherslum.