Fiskidagurinn mikli Dalvík Exton sér um sviðið hljoðkerfi og ljósakerfi

Tækniteymið okkar hefur staðið í ströngu undanfarna daga við að koma upp sviðinu, hljóð- og ljósakerfi fyrir Fiskidaginn mikla á Dalvík. Við tökum þátt í mörgum spennandi verkefnum en það er sérstaklega ánægjulegt að þessi stórkostlegi viðburður sé snúinn aftur.

Hér er hægt að fylgjast með uppsetningunni í beinu streymi http://exton.is/streymi/?fbclid=IwAR09-pKN-_xicTA-Y2mWXr-a0Zn3AWoyC76pI-eH4xRO60pAcHGWhI3w-P8

Það má búast við miklu margmenni á Dalvík og frábærri stemningu enda glæsileg dagskrá framundan. Við óskum öllum sem ætla að mæta á Dalvík og heimafólki góðrar skemmtunar.