Avid Pro Tools tilboð til áramóta
Áttu Pro Tools 9 eða nýrra eignarleyfi (perpetual, ekki leiguleyfi) – venjulegt eða HD/Ultimate – sem er ekki á virkum þjónustusamningi?
Frá og með áramótum verður ekki lengur hægt að fá „reinstatement“ uppfærslu, sem virkjar aftur support fyrir eignarleyfi sem ekki hefur verið viðhaldið með árlegum þjónustusamningi.
[Virkur þjónustusamningur fyrir eignarleyfi = uppfærslur í 12 mánuði]
Eftir þann tíma verður eina leiðin til að uppfæra að kaupa „xgrade“ sem breytir leyfi úr eignarleyfi yfir í leiguleyfi
Fram að áramótum býður Avid „reinstatement“ þjónustusamning á lækkuðu verði:
- Pro Tools Reinstatement [33% afsláttur]: 30.400 m/vsk*
- Pro Tools Ultimate Reinstatement [40% afsláttur]: 91.200 m/vsk*
ATH:
- Fyrir aðila sem ekki á Pro Tools eignarleyfi fyrir, er ódýrara í dag að leigja forritið 12 mánuði í einu frekar en að kaupa nýtt eignarleyfi og viðhalda með árlegum þjónustusamningi
- Fyrir aðila sem á Pro Tools eignarleyfi og ætlar sér að nota það næstu árin, er ódýrara að viðhala þjónustusamningnum
- Hér breytir engu hvort um ræði Pro Tools eða Pro Tools Ultimate