Fiskidagurinn mikli er eitt af viðameiri verkefnum hjá okkur í Exton.

Fyrsta vetrardag mun N4 sýna upptökur frá tónleikunum – af því tilefni birti sjónvarpsstöðin nokkur létt og skemmtileg viðtöl við strákana í teyminu sem tekin voru á meðan á uppsetningu stóð í norðlenskum sumaryl og sælu.

 

Exton á Fiskideginum Mikla

Exton á Fiskideginum MiklaFyrsta vetrardag verða Stórtónleikarnir á Fiskideginum Mikla 2019 sýndir á N4! Að baki slíkum tónleikum liggja mörg handtök sem við sem áhorfendur áttum okkur oft á tíðum ekki á. Við heyrðum hljóðið í Exton þegar að þeir voru í óða önn að setja upp sviðið, tengja hljóð, ljós og annan búnað sem þarf að vera í lagi svo að sýningin geti gengið smurt fyrir sig.Fiskidagurinn mikli

Posted by N4 Sjónvarp on Mánudagur, 2. september 2019

Hin virtu hönnunarverðlaun Red Dot Awards 2019 voru kynnt 8. júlí í Aalto leikhúsinu í Essen, Þýskalandi. Meðal vinningshafa í flokknum Vöruhönnun var DPA Microphones fyrir byltingarkennda hönnun á 6066 Subminiature Headset Microphone.

6066 Subminiature Headset Microphone er einungis 3mm að ummáli þessi fallega og látlausa hönnun tryggir að hljóðneminn fái skilað sínu við margvíslegar aðstæður. Vissulega má segja að í smæð sinni sé tæknileg virkni hljóðnemans listaverk í sjálfu sér og samhliða látlausu ytra byrði tryggir það kristaltæran hljóm án þess að grípa athygli að óþörfu. Hvort heldur um ræði leikara á sviði eða fréttamann í sjónvarpi er tryggt að athygli áhorfenda beinist að því sem máli skiptir fremur en þeirri tækni sem notuð er.

Sjá nánar hér

Við hjá Exton ehf erum stolt af því geta boðið viðskiptavinum okkar upp á það besta.

Ef pantað er fyrir 7. júní býðst 10% afsláttur af

iZotope Spire Studio – 53.900 m/vsk

eða

iZotope Spire Studio Road Warrior Bundle – 72.900 m/vsk

með Audio-Technica ATH-M30x heyrnartólum, Spire Studio Travel Bag og 3m XLR og Jack köplum

 

Spire Studio er lófastórt upptökutæki: Innbyggður hljóðnemi, tvö XLR/TS tengi með Grace Design formögnurum og margverðlaunaðri hljóðvinnslutækni frá iZOTOPE.

Hafður Spire Studio með í för og taktu upp hvar og hvenær sem er: Með innbyggðri rafhlöðu, einföldum stjórnborði og tengingu við síma eða spjaldtölvu (iOS og Android) geturðu tekið upp við ótrúlegustu aðstæður, hljóðblandað og sent útkomuna til samstarfsmanna eða beint á SoundCloud.

Spire Studio er nauðaeinfalt í notkun: Þú kveikir á tækinu, stillir upptökustyrk fyrir hvora rás með einum hnappi, setur upptöku í gang með öðrum og notar snjallforritið til að velja upptökuhluta, bæta við effektum og hljóðblanda.

Pro Tools 2019.5 er loksins komið út – með stuðningi við OS X Mojave v10.14.4 og Windows 10 v1809. Ýmsar nýjungar bætast við og annað hefur verið fært til betri vegar.

Pro Tools Expert er með umfjöllun um Pro Tools 2019.5

Samhliða kemur út EuControl 2019.5 með Monitor Control og fleiri nýjungun.

Exton er umboðsaðili Avid á Íslandi – hafðu samband ef þú þarft að endurnýja support samninginn eða vantar nýtt Pro Tools leyfi.

 

Þú geturðu fylgst með Lenovo deildinni í beinni útsendingu!

Tricaster TC1 er öflug stjórnstöð fyrir sjónvaprsútsendingar í einu boxi.

Tricaster TC1 frá NewTek

Lenovo deildin er samstarfsverkefni Rafíþróttasamtaka Íslands og Lenovo á Íslandi. Keppnin fer fram á tímabilinu 24. apríl til 23.júní og verður í beinni útsendingu. Nánari umfjöllum um útsendinguna má finn á fréttavef mbl.is.

Skjáskot ehf sér um útsendinguna og notar Tricaster TC1 frá NewTek til verksins. Fyrirtækið eru ungt að árum, en byggir þó á áralangri reynslu stofnenda þegar kemur að beinum útsendingum og framleiðslu á lifandi myndefni. Á heimasíðu fyrirtækisins má finna nokkur af þeim margvíslegu verkefnum sem Skjáskot hefur komið að.

Exton ehf er umboðsaðili NewTek á Íslandi.

 

Posted by Rafíþróttasamtök Íslands on Mánudagur, 25. mars 2019

Elín Kristjánsdóttir og Elín Vigdís Guðmundsdóttir settu fyrsta þáttinn af Trúnó á netið í dag.

Þær stöllur komu að máli við okkur hjá Exton í leit að heppilegu hljóðupptökutæki. Úr varð að þær fengju iZotope Spire til prófa hvort Spire hentaði jafn vel til framleiðslu á hlaðvarpsþáttum eins og það gerir við upptöku á tónlist.

Þátt dagsins má finna hér, þar sem rætt er við Jón Magnús Arnarsson (a.k.a. Vivid Brain) á persónulegum nótum um lífið og listina og andlega vegferð hans úr „sjálfskipaðri eyðimerkurgöngu“.

 

Smelltu fyrir myndband um Spire Studio frá iZOTOPE

Spire Studio er lófastórt upptökutæki: Innbyggður hljóðnemi, tvö XLR/TS tengi með Grace Design formögnurum og margverðlaunaðri hljóðvinnslutækni frá iZOTOPE.

Hafður Spire Studio með í för og taktu upp hvar og hvenær sem er: Með innbyggðri rafhlöðu, einföldum stjórnborði og tengingu við síma eða spjaldtölvu (iOS og Android) geturðu tekið upp við ótrúlegustu aðstæður, hljóðblandað og sent útkomuna til samstarfsmanna eða beint á SoundCloud.

Spire Studio er nauðaeinfalt í notkun: Þú kveikir á tækinu, stillir upptökustyrk fyrir hvora rás með einum hnappi, setur upptöku í gang með öðrum og notar snjallforritið til að velja upptökuhluta, bæta við effektum og hljóðblanda.

Komdu við hjá Exton og kíktu á gripinn!

Tilboðsverð kr. 59.900 m/vsk

Það verður lokað hjá okkur föstudaginn 16 nóvember, við skelltum okkur í árshátiðarferð til útlanda.

Verðum mætt hress á mánudaginn.

Góða helgi.