Hérna er nokkar myndir frá Þingvöllum af verkefni sem við unnum fyrir Alþingi Íslands.

MA Lighting var að tilkynna að nýtt grandMA3 ljósaborð er væntanlegt. Það mun verða sýnt í fyrsta skiptið á Prolight + Sound, Frankfurt í apríl.

Sjá nánar á heimasíðu MA Lighting.

Hljóðkerfi FrontRow hjálpa kennurum að ná betur til nemenda án þess að hækka róminn. Samskipti verða eðlilegri og skilvirkari ásamt því að draga úr líkum á skaða vegna álags.

FrontRow hefur lausnir á hljóðvandamálum og notar tækni sem dreyfir röddinni fullkomlega um alla skólastofuna. Þessi tækni dregur úr áhrifum fjarlægðar, umhverfishljóða og bergmáls. Rödd kennarans berst greinilega, jafnvel þó talað sé á lágum styrk.

Hafðu samband við exton@exton.is og fáðu allar upplýsingar.

Nýr lampi frá ETC Colorsource CYC vann til verðlauna á LDI 2017 í Las Vegas. Sjá fréttatilkynningu frá ETC hér að neðan:

ETC’s ColorSource CYC makes an award-winning debut at LDI 2017

USA – Visitors to the 2017 LDI Show in Las Vegas this November found ETC’s booth awash in colour, thanks to the new ColorSource® CYC luminaire. Two 5.5m-tall cyc panels bookended the booth, each lit evenly and brightly in a range of tints and hues by the new LED fixtures. Show-goers were impressed – as were LDI’s judges, who honoured the ColorSource CYC with a Best Debuting Lighting Product award at a ceremony on Saturday night.

Technical Product Manager Dave Cahalane accepted the award on behalf of the development team. “With the ColorSource CYC, we tried to provide a fixture that had a broad range of beautiful colour in a compact size,” he explained in his acceptance speech.

The cyclorama light is the latest addition to the ColorSource family of products, which bring high-quality LED lighting and control to a more affordable price point. The ColorSource CYC adds a fifth emitter colour to the standard RGB-Lime array: indigo LEDs that help achieve rich, deep blues.

Other new products on ETC’s stand included the Ion® Xe and Ion Xe 20 control consoles and the Eos Fader Wings. ETC also commemorated the 25th anniversary of the Source Four® spotlight with a special, crowdsourced video displayed on the booth.

For more information on ETC products, visit etcconnect.com.

Til hamingju með nýja Meyer Sound hljóðkerfið á Stóra sviði Þjóðleikhússins. Við skiljum vel að Meyer Sound kerfið hafi orðið fyrir valinu eftir útboðið, enda gerðar miklar kröfur og hljóðkerfið þarf að geta uppfyllt ólíkustu kröfur; allt frá viðkvæmustu leikhljóðum til kröftugustu upplifunar söngleikja og tónleika. Hátalarar úr LEO fjölskyldu Meyer Sound, LEOPARD, LINA og 900-LFC munu skila þessu öllu til gesta leikhússins.

Níu LEOPARD hátalarabox og einn 900-LFC bassahátalar verða á hvorum væng, vinstra og hægra megin, meðan sjö LINA hátalarar sjá um að koma hljóðinu niður miðjuna, en LINA er glæný lína hátalara og raunar nýjasti meðlimurinn í Meyer Sound fjölskyldunni. LINA hátalararnir eru með þeim fyrstu sem eru settir eru upp í heiminum. Þá kemur með kerfinu glæný Meyer Sound Galileo Galaxy hljóðstýring. Er hún mikið endurbætt frá eldri stýringum og mun nýr örgjörvi gera hana mun öflugri. RMServer eftirlitskerfi var einnig sett upp en það gefur hljóðmönnum til að mynda upplýsingar um stöðu magnara og hátalara í rauntíma.

Við vitum að hljóðtæknimenn Þjóðleikhússins eru afar ánægðir með niðurstöðuna enda tryggir hún jafna og góða hljóðdreifingu um allan salinn og einstaklega tært, skýrt og nákvæmt hljóð mun í raun breyta upplifun leikhúsgesta. Það gleður okkur meir en orð fá lýst.

Exton óskar Þjóðleikhúsinu og gestum þess til hamingju með nýja hljóðkerfið.