Til hamingju með nýja Meyer Sound hljóðkerfið á Stóra sviði Þjóðleikhússins. Við skiljum vel að Meyer Sound kerfið hafi orðið fyrir valinu eftir útboðið, enda gerðar miklar kröfur og hljóðkerfið þarf að geta uppfyllt ólíkustu kröfur; allt frá viðkvæmustu leikhljóðum til kröftugustu upplifunar söngleikja og tónleika. Hátalarar úr LEO fjölskyldu Meyer Sound, LEOPARD, LINA og 900-LFC munu skila þessu öllu til gesta leikhússins.
Níu LEOPARD hátalarabox og einn 900-LFC bassahátalar verða á hvorum væng, vinstra og hægra megin, meðan sjö LINA hátalarar sjá um að koma hljóðinu niður miðjuna, en LINA er glæný lína hátalara og raunar nýjasti meðlimurinn í Meyer Sound fjölskyldunni. LINA hátalararnir eru með þeim fyrstu sem eru settir eru upp í heiminum. Þá kemur með kerfinu glæný Meyer Sound Galileo Galaxy hljóðstýring. Er hún mikið endurbætt frá eldri stýringum og mun nýr örgjörvi gera hana mun öflugri. RMServer eftirlitskerfi var einnig sett upp en það gefur hljóðmönnum til að mynda upplýsingar um stöðu magnara og hátalara í rauntíma.
Við vitum að hljóðtæknimenn Þjóðleikhússins eru afar ánægðir með niðurstöðuna enda tryggir hún jafna og góða hljóðdreifingu um allan salinn og einstaklega tært, skýrt og nákvæmt hljóð mun í raun breyta upplifun leikhúsgesta. Það gleður okkur meir en orð fá lýst.
Exton óskar Þjóðleikhúsinu og gestum þess til hamingju með nýja hljóðkerfið.