Claypaky hélt Rammstein vel upplýstum
á „2019 European Stadium Tour“
Þegar stórveldi á borð við Rammstein leggur land undir fót duga engin vettlingatök. Ronald Greil og Patrick Woodroffe frá Woodroffe Bassett Design lögðu upp með vel yfir 1000 Claypaky kastara, m.a. HY B-EYE K25, Scenius Unico, Mythos 2 og Sharpy, sem ásamt hefðbundnum eldsprengjum prýddu stórkostlega sviðsmynd þar sem áhrifum frá Metropolis og gufupönki var snilldarlega blandað saman við hið hefðbundna hráa iðnaðarútlit sem hljóðmsveitin er hvað þekktust fyrir.
Ef þú misstir af þessu stórkostlega augnakonfekti í sumar þá er enn von – með vorinu mun Rammstein halda áfram með Evróputúrinn þar sem frá var horfið og spila víðar af sínum alkunna krafti.
á „2019 European Stadium Tour“