, ,

Elín² með iZotope Spire á Trúnó

Elín Kristjánsdóttir og Elín Vigdís Guðmundsdóttir settu fyrsta þáttinn af Trúnó á netið í dag.

Þær stöllur komu að máli við okkur hjá Exton í leit að heppilegu hljóðupptökutæki. Úr varð að þær fengju iZotope Spire til prófa hvort Spire hentaði jafn vel til framleiðslu á hlaðvarpsþáttum eins og það gerir við upptöku á tónlist.

Þátt dagsins má finna hér, þar sem rætt er við Jón Magnús Arnarsson (a.k.a. Vivid Brain) á persónulegum nótum um lífið og listina og andlega vegferð hans úr „sjálfskipaðri eyðimerkurgöngu“.