Exton í samstarfi við Meyer Sound.
John og Helen Meyer, stofnendur og eigendur Meyer Sound, eru stödd á Íslandi í tilefni 40 ára afmælis Meyer Sound.
Að þessu tilefni mun John halda fyrirlestur í Salnum, Kópavogi, miðvikudaginn 20. febrúar kl. 15:00 og fjalla um Sonic Performance and measurement of sound-systems.
Einstakt tækifæri fyrir hljóðáhugafólk til að fá að hlusta á einn mesta áhrifavald í gerð hljóðkerfa síðustu 40 árin.
Fyrirlesturinn er öllum opinn og þáttökugjald er ekkert.