Hljóðvistarlausnir og ráðgjöf
Í hartnær þrjá áratugi hefur Exton ehf verið leiðandi á markaði hljóð- ljósa- og myndlausna. Nú býður Exton jafnframt upp á lausnir og ráðgjöf er varðar hljóðvist.
Exton hefur nú fengið til liðs við sig hljóðvistarráðgjafa á lausnasviði, en sá útskrifaðist nýverið með BSc. gráðu í hljóðtækni, með áherslu á hljóðvist. Exton býður nú þar með upp á ráðgjöf í vali og útfærslu á hljóðvistarlausnum, sem og uppsetningu lausna, sé þess óskað.
Hér neðar má finna kynningar á helstu framleiðendum á hljóðvistarvörum sem Exton er í samstarfi við.
Konto – Vistvænar finnskar hljóðvistarplötur framleiddar úr mosa, með ótal hönnunarmöguleikum.
ArtNovion – Mjög breitt vöruúrval af hágæða hljóðvistarvörum.
Autex – Leiðandi framleiðandi á hljóðvistarvörum fyrir arkitektúr sem sérsníða má að hverju verkefni. Hentar mjög vel fyrir stærri verkefni.
Okko Design – Sænskar hönnunarvörur fyrir hljóðvist
14six8 – Loftskrautseiningar (modular) úr PET felt efni, fáanlegt í öllum litum, sérhönnuð form o.fl.
Eomac Pro-Stretch – Strekkt dúkakerfi sem hægt er að sérsníða á alla vegu, bæði hvað varðar útlit og hljóðvist.
Eomac – Viðarpanelefni af ýmsum gerðum.
J&C Joel – Drapperingar úr ull eða bómull og gluggatjöld, jafnframt ýmsar stærri sviðshönnunarlausnir.
Hafið samband í síma 575-4600 eða sendið póst á exton@exton.is fyrir nánari upplýsingar um einstaka framleiðendur og/eða lausnir!