STREYMI
Exton annast uppsetningu á streymislausnum af öllum stærðargráðum. Þar vinnum við eftir þörfum viðskipavinarins og útfærum þann mynd- hljóð- og hugbúnað sem hentar að hverju sinni.
Við eigum allan nauðsynlegan búnað fyrir hvers kyns streymisviðburði; tónleika, skemmtanir, ráðstefnur o.fl. Þar að auki búum við yfir mikilli reynslu og þekkingu í framkvæmd slíkra viðburða. Sjá frekari upplýsingar hér.
MYNDAVÉLAR OG LINSUR
Exton selur og þjónustar Grass Valley myndavélar og Fujinon linsur fyrir sjónvarpsupptökur og hefur útvegað stóran hluta af þeim búnaði sem notaður er við HD upptökur sjónvarpsstöðvanna.
Grass Valley er leiðandi framleiðandi í búnaði fyrir sjónvarpsútsendingar og státa þeir af því að framleiða allt frá myndavélum og að útsendingarþjónum. Fujinon er annar af tveimur stærstu framleiðendum af linsum fyrir sjónvarpstökuvélar. JVC framleiðir stóra línu af myndavélum fyrir sjónvarpsstarfsemi ásamt því að vera með sterka línu af skjám
ÚTSENDING OG MYNDSTJÓRN
Af þeim þeim 15 sjónvarpsstöðvum sem eru í útsendingu á Íslandi í dag eru 13 keyrðar í loftið á búnaði frá Exton. Exton tók þátt í innleiðingu kerfa og samþættingu þeirra við dagskrárkerfi og önnur kerfi stöðvanna. Grass Valley K2 Summit og iTX útsendingarþjónar ásamt Grass Valley og NewTek myndblöndurum hafa leitt þróun á sínu sviði um heim allan. Elemental er eitt af nýrri vörumerkjum Exton en þeir framleiða mjög öfluga Encoder-a fyrir sjónvarpsmerki.
HAFÐU SAMBAND EÐA KÍKTU VIÐ
Hafa samband
Sími - Kópavogur: 575-4600
Sími - Akureyri: 775-0775 / 8487944
exton@exton.is
Reikningar berist á reikningar@exton.is eða gegnum RSM
Opið virka daga frá 9:00 - 17:00
Fagleg ráðgjöf
Sérfræðingar Exton búa yfir einstakri reynslu í hönnun hljóð-, ljós- og myndlausna. Hvort sem verkefnið er lítið fundarherbergi eða heilt tónlistarhús - það borgar sig að fara rétt að.
Rétti búnaðurinn
Saga Exton nær allt aftur til 1993 og á þeim tíma höfum við lært að þekkja hvaða búnaður virkar og endist best. Komdu til okkar í Vesturvör 30c og fáðu upplýsingar hjá fagmönnum.
Allar græjur
Fyrir stór og smá tilefni, viðburði, veislur, tónleika og ráðstefnur. Tækjaleiga Exton er sú reyndasta á landinu og úrval tækja er hvergi betra. Hljóðkerfi, ljós, myndbúnaður og svið - við eigum allt.