HLJÓÐVIST ER LÝÐHEILSA
Undanfarin ár hefur verið mikil vitundarvakning meðal almennings um mikilvægi góðrar hljóðvistar í nærumhverfi okkar. Langvarandi viðvera í rýmum þar sem hljóðvist er ábótavant skilar sér í auknu áreiti á skynfærin og leiðir til aukinnar streitu.
Hljóðvist er lykilatriði þegar hljóð berst um rými, hvort sem það er rafmagnað eða órafmagnað; of mikill endurómur getur dregið verulega úr skýrleika tals og tónlistar.
Exton býður upp á mikið úrval af snyrtilegum hljóðvistarlausnum fyrir heimili, skrifstofur, veitingahús og aðrar byggingar. Jafnframt veitum við faglega ráðgjöf í vali á lausnum og bjóðum viðskiptavinum okkar upp á hljóðmælingar á viðkomandi rými. Við getum séð um uppsetningu sé þess óskað.
Við erum í samstarfi við neðangreinda birgja af hljóðvistarlausnum.
KONTO
Vistvænar finnskar hljóðvistarplötur framleiddar úr mosa, með ótal hönnunarmöguleikum og mikilli hljóðdempun.
ARTNOVION
Mjög breitt úrval af hágæða hljóðvistarlausnum.
KUIETLY
Smekklegar lausnir fyrir heimili og skrifstofur.
OKKO DESIGN
Sænskar hönnunarvörur fyrir hljóðvist.
BARRISOL DÚKALOFT
Strekkt dúkaloft fyrir allar gerðir verkefna.
J&C JOEL
Tjöld úr ull eða bómull, jafnframt ýmsar stærri sviðshönnunarlausnir.
HLJÓÐEINANGRUN
Hljóðeinangrunarvörur – Fjaðrandi og massamikil undirlög undir gólf, víbringsdemparar og fleira.
KERFISLOFTAPLÖTUR
Við bjóðum upp á ýmsar gerðir af plötum fyrir kerfisloft, bæði í stærðum 60x60cm og 120x60cm.