HLJÓÐVIST ER LÝÐHEILSA
Undanfarin ár hefur verið mikil vitundarvakning meðal almennings um mikilvægi góðrar hljóðvistar í nærumhverfi okkar. Langvarandi viðvera í rýmum þar sem hljóðvist er ábótavant skilar sér í auknu áreiti á skynfærin og leiðir til aukinnar streitu.
Hljóðvist er lykilatriði þegar hljóð berst um rými, hvort sem það er rafmagnað eða órafmagnað; of mikill endurómur getur dregið verulega úr skýrleika tals og tónlistar.
Exton býður upp á mikið úrval af snyrtilegum hljóðvistarlausnum fyrir heimili, skrifstofur, veitingahús og aðrar byggingar. Jafnframt veitum við faglega ráðgjöf í vali á lausnum og bjóðum viðskiptavinum okkar upp á hljóðmælingar á viðkomandi rými. Við getum séð um uppsetningu sé þess óskað.
Við erum í samstarfi við neðangreinda birgja af hljóðvistarlausnum.
HLJÓÐEINANGRUN
Hljóðeinangrunarvörur – Fjaðrandi og massamikil undirlög undir gólf, víbringsdemparar og fleira.
KERFISLOFTAPLÖTUR
Við bjóðum upp á ýmsar gerðir af plötum fyrir kerfisloft, bæði í stærðum 60x60cm og 120x60cm.
HAFÐU SAMBAND EÐA KÍKTU VIÐ
Hafa samband
Sími - Kópavogur: 575-4600
Sími - Akureyri: 775-0775 / 8487944
exton@exton.is
Reikningar berist á reikningar@exton.is eða gegnum RSM
Opið virka daga frá 9:00 - 17:00
Fagleg ráðgjöf
Sérfræðingar Exton búa yfir einstakri reynslu í hönnun hljóð-, ljós- og myndlausna. Hvort sem verkefnið er lítið fundarherbergi eða heilt tónlistarhús - það borgar sig að fara rétt að.
Rétti búnaðurinn
Saga Exton nær allt aftur til 1993 og á þeim tíma höfum við lært að þekkja hvaða búnaður virkar og endist best. Komdu til okkar í Vesturvör 30c og fáðu upplýsingar hjá fagmönnum.
Allar græjur
Fyrir stór og smá tilefni, viðburði, veislur, tónleika og ráðstefnur. Tækjaleiga Exton er sú reyndasta á landinu og úrval tækja er hvergi betra. Hljóðkerfi, ljós, myndbúnaður og svið - við eigum allt.