Exton tók að sér endurnýjun allra lagna og alls fasts búnaðar í Grieghallen í Bergen. Verkið fól meðal annars í sér útvegun og uppsetningu dimma, baksviðs kallkerfa ásamt lagnakerfa fyrir ljós, hljóð og mynd.
Theatre Projects sá um frumhönnun og útboðslýsingu en Exton um lokahönnun og skjölun allra kerfa. Verkið var unnið yfir tvö sumur og var unnið af starfsmönnum Exton á Íslandi ásamt því að dótturfyrirtæki Rafmiðlunar í Noregi sá um útdrátt strengja.
Exton tók að sér eftir útboð að hanna og setja upp allan hljóð og samskiptabúnað í nýtt tónlistarhús í Álaborg. Starfsmenn Exton unnu að verkinu í um tvö ár fyrst við undirbúning og smíði tækjaskápa á Íslandi og svo á staðnum.
Húsið er að mörgu leiti svipað og Harpa og er Artec leikhúsráðgjafar aðili að báðum verkunum. Tónlistarsalurinn rúmar um 1200 manns og svo eru þrír minni salir sem hver um sig er sérhæfður fyrir sína gerð af tónlist.