VERKEFNIN

ICELAND AIRWAVES

Frá árinu 1999, þegar Iceland Airwaves var haldin í fyrsta skipti (þá í flugskýli), hefur hátíðin stækkað og dafnað enda orðin ein flottasta árlega tónlistarhátíðin, fyrir íslenska sem erlenda tónlist, á heimsmælikvarða. Hátíðin hefur eignast gríðarlegan fjölda vina og aðdáenda í gegn um tíðina og hefur hlotið mikið lof gagnrýnenda. Til dæmis sagði Rolling Stone hátíðna vera „Mest hipp langa helgi tónlistarársins.“

Mörg mest spennandi nöfn heims hafa birst á þátttakendalistum: The Shins, The Rapture, TV On The Radio, Florence and the Machine, Klaxons, Hot Chip, Flaming Lips, Wolf Parade, Bloc Party og Fatboy Slim hafa komið frá Norður Ameríku eða Evrópu og deilt sviði með frábæru íslensku tónlistarfólki á borð við Björk, Sigur Rós, FM Belfast, GusGus, múm, Of Monsters and Men og Seabear, svo nokkur nöfn séu nefnd. Eftir að böndin hafa klárað sitt halda heimsklassa plötusnúðar frá öllum heimshornum partýinu gangandi fram undir morgun.

ICELAND GOT TALENT

Exton sá um allan tækjabúnað, ljós, hljóð, videó og svið fyrir seríu 2 af Ísland Got Talent.

Það er hægt að fullyrða að tæknilegt umfang hafi verið í stærra lagi á íslenskan mælikvarða enda var Stöð 2 ekkert á því að gefa erlendum kollegum sínum neitt eftir.

FISKIDAGURINN MIKLI

Fjölskylduhátíðin Fiskidagurinn mikli er haldinn hátíðleg í Dalvíkurbyggð helgina eftir verslunarmannahelgi. Fiskverkendur og fleiri framtakssamir í byggðarlaginu bjóða, með hjálp góðra styrktaraðila, landsmönnum öllum upp á dýrindis fiskrétti, milli kl. 11:00 og 17:00 á laugardeginum.

Matseðilinn breytist ár frá ári þó ávallt sé boðið upp á ákveðna vinsæla rétti. Öllum réttum fylgja brauð og drykkir eins og hver getur í sig látið. Vináttukeðjan er hugljúf dagskrá á sviði við kirkjuna á föstudeginum þar er tónlist, skemmtun, vináttukeðjuræðan og risaknús í lokin til að leggja línurnar fyrir helgina.

Á föstudagskvöldinu bjóða íbúar byggðalagsins gestum og gangandi upp á fiskisúpu í heimahúsum og görðum. Afar vönduð og fjölbreytt skemmtidagskrá prýðir hátíðina ár hvert. Markmið hátíðarinnar er að fólk komi saman, hafi gaman og borði fisk.