Leiðbeiningar og umgengisreglur við leiktæki

1

Undirlag á að vera slétt. Athugið að ekki séu hlutir nálægt eða undir leiktækjum sem geta valdið skemmdum. Ef líkur eru á því að leiktæki séu á hreyfingu eða útlit er fyrir vindhviður er nauðsynlegt að festa þau niður með ólum og/eða hælum. Ef úrkoma er mikil þarf að leggja dúk eða slíkt yfir leiktækið svo það fyllist ekki af vatni.

2

Fletjið út leiktækið. Festið hólkinn aftan úr leiktækinu við blásarann, notið ólina sem fylgdi leiktækinu ef ekki er ól á hólknum. Athugið að allir rennilásar, ef einhverjir eru, séu lokaðir. Setjið blásarann í samband. Hver blásari þarf 6,5 amper öryggi, athugið að tengingar séu öruggar. Blásarar þurfa stöðugt að vera í sambandi meðan á notkun stendur.

3

Gætið þess að ekki séu of margir í leiktækinu í einu (2-5 börn eftir stærð leiktækis). Allir verða að fara úr skóm fyrir notkun.

4

Nauðsynlegt er að einhver fullorðinn sé við gæslu allan þann tíma sem tækið er í notkun. Stranglega er bannað að klifra á hliðum tækjanna þar sem þau geta oltið og valdið slysum og/eða tjóni. Aldrei má skilja leiktæki eftir úti ófrágengið og eftirlitslaust.

5

Eftir notkun þarf að láta loftið fara vel úr tækinu. Mikilvægt er að pakka leiktækinu vel og rétt saman svo auðveldara sé að flytja það. Þurrkið bleytu og óhreinindi úr tækinu eins og frekast er kostur áður en gengið er frá.

6

Ef ekki er farið eftir settum reglum og leiktækið er illa farið eða óhreint þess vegna, getur Exton ehf krafið leigutaka um aukakosnað vegna viðgerða eða þrifa.

7

Leiguskilmálar Exton ehf gilda um leigu á leiktækjum.