UMSÓKN UM REIKNINGSVIÐSKIPTI

Í ákveðnum tilfellum býður Exton viðskiptavinum sínum upp á reikningsviðskipti í stað hefðbundinnar staðgreiðslu. Ef þú vilt óska eftir því að þitt fyrirtæki verði fært í reikningsviðskipti hjá okkur þá skalt þú fylla umsóknina hér að neðan út og senda okkur.

Samþykki okkar fyrir reikningsviðskiptum er háð því að fyrirtæki sem sækir um sé ekki skráð í vanskilaskrá Creditinfo og að við metum það sem svo að ástæða sé til þess að færa fyrirtækið í reikning.

Eftir að þú sendir okkur umsóknina hér að neðan verður hún tekin fyrir og við munum hafa samband.