Posts

Fyrir ári hófst 5 ára samstarf Meyer Sound tónlistarhátíðarinnar í Hróarskeldu, stærstu og elstu tónlistarhátíðar í Norður-Evrópu. Meyer Sound sér um öll hljóðkerfi á hátíðinni, sem teygir sig yfir 8 svið og 2,5 ferkílómetra. Ríflega 1000 hátalara úr LEO vörulínunni þurfti til að dekka allt svæðið og um leið nauðsynlegt að huga vel að hljóðsmiti milli sviðanna. Hluti af samvinnunni felst því í þróun og frekari útfærslu á framkvæmd hátíðar af þessari stærðargráðu, vinna sem báðir aðilar koma að allan ársins hring á samningstímanum, með það sameiginlega markmið í huga að auðga upplifun hátíðargesta.

 

Kíktu á myndbandið: https://meyersound.com/video/roskilde-2019-wrap/