Posts

Hin virtu hönnunarverðlaun Red Dot Awards 2019 voru kynnt 8. júlí í Aalto leikhúsinu í Essen, Þýskalandi. Meðal vinningshafa í flokknum Vöruhönnun var DPA Microphones fyrir byltingarkennda hönnun á 6066 Subminiature Headset Microphone.

6066 Subminiature Headset Microphone er einungis 3mm að ummáli þessi fallega og látlausa hönnun tryggir að hljóðneminn fái skilað sínu við margvíslegar aðstæður. Vissulega má segja að í smæð sinni sé tæknileg virkni hljóðnemans listaverk í sjálfu sér og samhliða látlausu ytra byrði tryggir það kristaltæran hljóm án þess að grípa athygli að óþörfu. Hvort heldur um ræði leikara á sviði eða fréttamann í sjónvarpi er tryggt að athygli áhorfenda beinist að því sem máli skiptir fremur en þeirri tækni sem notuð er.

Sjá nánar hér

Við hjá Exton ehf erum stolt af því geta boðið viðskiptavinum okkar upp á það besta.