TÓNLEIKAR
FRÁ MÚM TIL METALLICA
Þegar kemur að tónleikahaldi, er enginn valkostur meira augljós en Exton. Að baki er yfir 20 ára reynsla í tónleikahaldi af öllum stærðum og gerðum. Exton hefur séð um tæknimál fyrir mikinn meirihluta þeirra hljómsveita er hafa sótt landið heim, og nægir þar að nefna listamenn eins og Metallica, Justin Timberlake og David Bowie
Hjá fyrirtækinu starfa tæknimenn með mikla og víðtæka reynslu af alþjóðavettvangi. Þar má nefna heimstónleikaferðir með listamönnum eins og Sigur Rós, GusGus, Quarashi, Skunk Anansie, Mezzoforte, Of Monster and Men og fleri. Starfsmenn Exton hafa tekið sér tæknistjórn á festivölum eins og Hróarskeldu og fleirum.
Einnig hefur Exton séð um tæknimál á íslenskum tónlistarhátíðum eins og Icelandic Airwaves frá upphafi, ATP, SONAR, Secret Solstice, Reykjavik Rocks, Reyjavik Music Festival og Pop í Reykjavík.
Við bjóðum uppá tækjabúnað í heimsklassa, nýjustu tækni á hverjum tíma, yfirgripsmikla þekkingu og reynslu á öllum sviðum. Alveg sama hve tónleikarnir eru litlir eða stórir, einfaldir eða flóknir, þá er víst að við eigum viðeigandi lausn.