Baklýst dúkaloft

Baklýst loft, eða dagsbirtuloft (e. „daylight ceiling“) eins og þau eru stundum kölluð gefa einstaka birtu og stækka rýmistilfinningu í viðkomandi rými.

Barrisol dúkaloftin og Vivalyte LED lýsing skila betri lýsingu

Engir skuggar

Með því að jafndreifa lýsingunni yfir allt loftið lágmarkast skuggamyndun og gerir það auðveldara að sjá hlutina í réttu ljósi.

Particulier_Provoost_01-barrisol-684x1030
Dúkaloft baklýsing ljós

Notaleg birta

Hægt er að velja heita, kalda eða stillanlega lýsingu auk þess sem hægt er að tengja dimmer við.

Hvernig er það gert?

  • LED línur eru settar upp í loft ofan við dúk
  • Við reiknum út þéttleikann á LED línunum sem þarf til m.v. hæð niður að dúk
  • Dúkur er strengdur upp í tveimur lögum
  • Efra lag af dúk eykur jafnleika lýsingarinnar, auk þess að koma í veg fyrir að blettir myndist í lofti v. ryks eða annarra agna.
  • Barrisol dúkana er jafnframt auðvelt að losa niður og setja upp aftur til að viðhalda lýsingu ofan við loft
340-10_0004
Vivalyte LED bar ljós baklýsing

Sérhæft LED

Vivalyte býður upp á LED einingar sem eru sérstaklega hagkvæmar fyrir baklýsingu og hámarka dreifingu ljóss með linsum framan á díóðum.