Með því að jafndreifa lýsingunni yfir allt loftið lágmarkast skuggamyndun og gerir það auðveldara að sjá hlutina í réttu ljósi.
Hægt er að velja heita, kalda eða stillanlega lýsingu auk þess sem hægt er að tengja dimmer við.
Vivalyte býður upp á LED einingar sem eru sérstaklega hagkvæmar fyrir baklýsingu og hámarka dreifingu ljóss með linsum framan á díóðum.
Exton er lausnafyrirtæki sem byggir á reynslu, þekkingu og menntun starfsfólks.
Exton hefur þjónustað leikhús og önnur viðburðarhús um árabil. Þjóðleikhúsið, Borgarleikhúsið, Leikfélag Akureyrar, Harpa og Hof eru á meðal þeirra sem skarta hljóð- og ljósabúnaði frá Exton.
Exton hefur einnig komið að hönnun og uppsetningu tæknilausna í fundarrýmum fjölmargra fyrirtækja og stofnana.
Við leigum allan búnað fyrir veislur og viðburði ásamt því að annast uppsetningu og umsjón með tæknibúnaði sé þess óskað.
Þegar halda á viðburð þar sem upplifun fólks er í fyrirrúmi þá erum við fyrirtækið fyrir þig.