Strekkt dúkaloft

Barrisol dúkaloft

Strekkt dúkaloft

Exton býður mikið úrval af strekktum dúkalausnum, sem nýtast fyrir hljóðvist, lýsingu og arkitektúr. Ekki er takmark á breidd dúkanna. Dúkana er auðvelt að þrífa og er hægt að taka niður og setja upp aftur. Lausnir fyrir baðherbergi og önnur rými.

Exton býður heildarlausnir og þjónustu í hljóðdúkum, allt frá hönnunarstigi að lokafrágangi

Endalausir hönnunarmöguleikar

Dúkaloftin frá Barrisol bjóða upp á nánast endalausa möguleika í hönnun og útfærslum.

Mögulegt er að leika sér með lögun, liti, lýsingu, áferðir og jafnvel prentun. Engar breiddar og lengdar takmarkanir eru á dúkastærðum. 

Dúkarnir geta falið í sér margþættar lausnir þegar kemur að hönnun og bjóða upp á leiðir til að fela alveg hluti líkt og loftræstingu, hátalara, ljós o.fl. sem hægt er að fella bak við dúkana án þess að það komi niður á virkni búnaðarins.

Starfsfólk Exton fylgir ferlinu eftir skref fyrir skref og veitir ráðgjöf um hvernig best sé að framkvæma fyrirliggjandi hönnun.

Dúkaloft strektur loftadúkur. Strekt dúkaloft með glansáferð fyrir eldhús með
Barrisol dúkaloft

Ótvíræðir kostir

Helstu kostir Barrisol loftadúka:

  • Frábær hljóðvist
  • Engin breiddartakmörk
  • Þolir raka og bleytu
  • Auðvelt að þrífa
  • Auðvelt að taka niður og setja upp aftur
  • Hentar vel til baklýsingar
  • Mismunandi prófílar sérsniðnir að mismunandi aðstæðum
  • 20+ ára endingartími

Leiðandi um allan heim

Barrisol er einn vinsælasti framleiðandi strekktra dúkalofta í heiminum. Exton er umboðs- og þjónustuaðili fyrir Barrisol á Íslandi.

Barrisol dúkaloft

Kynntu þér útfærslur og eiginleika Barrisol strekkjanlegra dúkalofta.

Mött áferð á lofti

Baklýst loft

Áprentaðir loftadúkar

Loftskipti í gegnum loftadúk

Útfærslur og hugmyndir

Baklýst svart dúkaloft:

Kveikt

Þegar kveikt er á ljósum í loftinu getur loftið virkað eins og það sé málað ljóst á litinn og skapað létta stemningu.

Slökkt

Við það að slökkva ljósin breytist loftið í dökkan flöt sem getur skapað hlýja og notalega upplifun á rýminu.

Dragðu örvarnar til hliðar og sjáðu muninn