Exton býður mikið úrval af strekktum dúkalausnum, sem nýtast fyrir hljóðvist, lýsingu og arkitektúr. Ekki er takmark á breidd dúkanna. Dúkana er auðvelt að þrífa og er hægt að taka niður og setja upp aftur. Lausnir fyrir baðherbergi og önnur rými.
Dúkaloftin frá Barrisol bjóða upp á nánast endalausa möguleika í hönnun og útfærslum.
Mögulegt er að leika sér með lögun, liti, lýsingu, áferðir og jafnvel prentun. Engar breiddar og lengdar takmarkanir eru á dúkastærðum.
Dúkarnir geta falið í sér margþættar lausnir þegar kemur að hönnun og bjóða upp á leiðir til að fela alveg hluti líkt og loftræstingu, hátalara, ljós o.fl. sem hægt er að fella bak við dúkana án þess að það komi niður á virkni búnaðarins.
Starfsfólk Exton fylgir ferlinu eftir skref fyrir skref og veitir ráðgjöf um hvernig best sé að framkvæma fyrirliggjandi hönnun.
Helstu kostir Barrisol loftadúka:
Barrisol er einn vinsælasti framleiðandi strekktra dúkalofta í heiminum. Exton er umboðs- og þjónustuaðili fyrir Barrisol á Íslandi.
Þegar kveikt er á ljósum í loftinu getur loftið virkað eins og það sé málað ljóst á litinn og skapað létta stemningu.
Við það að slökkva ljósin breytist loftið í dökkan flöt sem getur skapað hlýja og notalega upplifun á rýminu.
Exton er lausnafyrirtæki sem byggir á reynslu, þekkingu og menntun starfsfólks.
Exton hefur þjónustað leikhús og önnur viðburðarhús um árabil. Þjóðleikhúsið, Borgarleikhúsið, Leikfélag Akureyrar, Harpa og Hof eru á meðal þeirra sem skarta hljóð- og ljósabúnaði frá Exton.
Exton hefur einnig komið að hönnun og uppsetningu tæknilausna í fundarrýmum fjölmargra fyrirtækja og stofnana.
Við leigum allan búnað fyrir veislur og viðburði ásamt því að annast uppsetningu og umsjón með tæknibúnaði sé þess óskað.
Þegar halda á viðburð þar sem upplifun fólks er í fyrirrúmi þá erum við fyrirtækið fyrir þig.