Exton hefur áratuga reynslu af hreyfiljósum með DMX stýringu. Leyfðu sérfræðingum okkar að hjálpa þér að velja lausn sem þér hentar
Ayrton sérhæfir sig í að þróa LED lýsingarlausnir fyrir arkitektúr og skemmtanaiðnaðinn. Fyrsta hreyfiljós Ayrton kom á markað fyrir tæplega aldarfjórðungi og nú telur vörulínan yfir 30 mismunandi tegundir.
Frá miðjum áttunda áratugnum hefur Claypaky breytt heimi skemmtunarlýsingar nokkrum sinnum – með nýjum áhrifaríkum lausnum, framúrskarandi eiginleikum og ótrúlega fjölbreyttu vöruframboði.
Einkunnarorð Prolights eru „að hlusta á viðskiptavini og bjóða framúrskarandi lausnir sem eykur skapandi og tæknilega upplifun þeirra“.
Exton er lausnafyrirtæki sem byggir á reynslu, þekkingu og menntun starfsfólks.
Exton hefur þjónustað leikhús og önnur viðburðarhús um árabil. Þjóðleikhúsið, Borgarleikhúsið, Leikfélag Akureyrar, Harpa og Hof eru á meðal þeirra sem skarta hljóð- og ljósabúnaði frá Exton.
Exton hefur einnig komið að hönnun og uppsetningu tæknilausna í fundarrýmum fjölmargra fyrirtækja og stofnana.
Við leigum allan búnað fyrir veislur og viðburði ásamt því að annast uppsetningu og umsjón með tæknibúnaði sé þess óskað.
Þegar halda á viðburð þar sem upplifun fólks er í fyrirrúmi þá erum við fyrirtækið fyrir þig.