Vönduð hljóðstýring með vel útfærðri stýringu er lykilatriði hvað upplifun varðar, hvort heldur um ræði hljóðkerfi fyrir lítil sem stór fundarrými, kaffihús, flugstöð, skólastofuna, líkamsrækt, tónleikahöll eða heimilið.
Leyfðu sérfræðingum Exton setja saman lausn sem hentar þínum þörfum.
AHM vörulínan frá A&H samanstendur af öflugum hljóðstýringum ásamt margvíslegum I/O einingum, stjórnborðum og Dante lausnum sem skalast vel eftir þörfum viðskiptavinarins, allt frá smærri fundarherbergjum upp í stærri samkomuhús, og þjónustukjarna. Hentar hvort sem um ræðir fyrirtæki, verslanir, menntastofnanir, hótel eða veitingahús.
PowerZone™ magnarar eru með innbyggðri hljóðstýringu og þráðlausum aðgangi sem auðveldar til muna uppsetningu og stillingar, ekki síst þegar tengja saman margar magnara í ólíkum rýmum.
Wall-S1 Controller eru einfaldar og smekklegar veggstýringar, sem ásamt PowerZone™ Control App fyrir miðlæga hugbúnaðarstjórnun tryggja góða upplifun notenda, jafnvel þegar um ræðir fjölmörg rými með ólíkar þarfir og flókið samspil.
Meyer Sound hefur lengi verið leiðandi þegar kemur að hljóðstýringum og mögnurum, allt upp í kerfi á borð við Constellation hljóðkerfið sem getur umbreytt upplifun bæði áhorfenda og listamanna eða annara sem fram koma.
Upplifðu möguleikana eru einkunnarorð Q-SYS línunnar frá QSC.
Q-SYS OS er hugbúnaður sem heldur utan um öfluga línu af Q-SYS hljóð- og myndstýringum og mögnurum, sem Exton hefur lengi boðið og notað í fjölmörgum verkefnum. Allt frá heimilum og smæstu fundarherbergum yfir í stærstu verslunar- þjónusturými.
Exton er lausnafyrirtæki sem byggir á reynslu, þekkingu og menntun starfsfólks.
Exton hefur þjónustað leikhús og önnur viðburðarhús um árabil. Þjóðleikhúsið, Borgarleikhúsið, Leikfélag Akureyrar, Harpa og Hof eru á meðal þeirra sem skarta hljóð- og ljósabúnaði frá Exton.
Exton hefur einnig komið að hönnun og uppsetningu tæknilausna í fundarrýmum fjölmargra fyrirtækja og stofnana.
Við leigum allan búnað fyrir veislur og viðburði ásamt því að annast uppsetningu og umsjón með tæknibúnaði sé þess óskað.
Þegar halda á viðburð þar sem upplifun fólks er í fyrirrúmi þá erum við fyrirtækið fyrir þig.