Hljóðstýringar

Einfaldleiki við hljóðstýringar skiptir máli

Vönduð hljóðstýring með vel útfærðri stýringu er lykilatriði hvað upplifun varðar, hvort heldur um ræði hljóðkerfi fyrir lítil sem stór fundarrými, kaffihús, flugstöð, skólastofuna, líkamsrækt, tónleikahöll eða heimilið.

Leyfðu sérfræðingum Exton setja saman lausn sem hentar þínum þörfum.

Exton býður hljóðstýringar
frá eftirtöldum framleiðendum

Meyer sound hátalarar
QSC hátalarar logo
Spottune hjá Exton logo
Bluesound Professional hljóðstýringar hjá Exton

Allen & Heath

AHM vörulínan frá A&H samanstendur af öflugum hljóðstýringum ásamt margvíslegum  I/O einingum, stjórnborðum og Dante lausnum sem skalast vel eftir þörfum viðskiptavinarins, allt frá smærri fundarherbergjum upp í stærri samkomuhús, og þjónustukjarna. Hentar hvort sem um ræðir fyrirtæki, verslanir, menntastofnanir, hótel eða veitingahús.

Allen & Heath hljóðstýringar hjá Exton

Blaze Audio

PowerZone™ magnarar eru með innbyggðri hljóðstýringu og þráðlausum aðgangi sem auðveldar til muna uppsetningu og stillingar, ekki síst þegar tengja saman margar magnara í ólíkum rýmum.

Wall-S1 Controller eru einfaldar og smekklegar veggstýringar, sem ásamt PowerZone™ Control App fyrir miðlæga hugbúnaðarstjórnun tryggja góða upplifun notenda, jafnvel þegar um ræðir fjölmörg rými með ólíkar þarfir og flókið samspil.

Blaze hljóðstýringar hjá Exton
Meyer sound hátalarar

Meyer Sound

Meyer Sound hefur lengi verið leiðandi þegar kemur að hljóðstýringum og mögnurum, allt upp í kerfi á borð við Constellation hljóðkerfið sem getur umbreytt upplifun bæði áhorfenda og listamanna eða annara sem fram koma.

Hátalara frá Meyer Sound hjá Exton
QSC hátalarar logo

QSC AUDIO

Upplifðu möguleikana eru einkunnarorð Q-SYS línunnar frá QSC.

Q-SYS OS er hugbúnaður sem  heldur utan um öfluga línu af  Q-SYS hljóð- og myndstýringum og mögnurum, sem Exton hefur lengi boðið og notað í fjölmörgum verkefnum. Allt frá heimilum og smæstu fundarherbergum yfir í stærstu verslunar- þjónusturými.

QSC hljóðstýringar hjá Exton
Spottune hjá Exton logo

SPOTTUNE

Spottune – „snjall-hljóðkerfi“ sem umbyltir upplifun viðskiptavina!
 
Spottune umbyltir upplifun viðskiptavina veitingastaða, hótela, bara, verslana og annara þjónusturýma með nýstárlegu „snjall-hljóðkerfi.“
 
Uppsetning á stjórnmiðju og hátölurum er afar einföld og fljótleg í framkvæmd. Innbyggt umsjónarkerfi gefur möguleika á svæðaskiptingum, tengingu við spilunarlista, eigin auglýsingar og tilkynningar ásamt hljóðnema eða öðrum tækjum sem þegar eru til staðar.
 
Færri hátalarar – Aukin hljómgæði – Bætt upplifun – Einföld uppsetning
Spottune hljóðstýringar hjá Exton
Bluesound Professional hljóðstýringar hjá Exton

BLUESOUND Professional

Exton býður upp á öflugar hljóðstýringar frá Bluesound Professional fyrir verslanir, bari, veitingastaði, hótel, líkamsræktarstöðvar og önnur þjónusturými. Kerfið byggir á samþættum vél-og hugbúnaðarlausnum sem uppfyllt geta ólíkar kröfur þjónustuveitenda.
Bluesound Professional hljóðstýringar hjá Exton