Exton er í samstarfi við öfluga byrgja sem sjá okkur fyrir perum, tengjum og öðrum varningi sem þarf til að halda lýsingu bjartri og góðri. Helstu perur eru að jafnaði til á lager en með tíðum pöntunum er sjaldnast löng bið eftir sérpöntunum.
Jafnframt getur Exton boðið perur í flestar tegundir skjávarpa.
A.C. Entertainment Technologies er okkar helsti birgi þegar kemur að perum af öllum stærðum og gerðum. Hvort heldu frá upphaflegum framleiðanda á borð við Osram og Philips eða sambærilega vöru frá öðrum framleiðendum.
Hypertec býður upp á perur fyrir flestar tegundir skjávarpa, frá upphaflegum framleiðanda (diamond) eða eftirlíkingar (oem / hyper) sem standast fyllilega kröfur um sambærileg gæði.
Skjávarpaperur eru ávallt sérpöntun og til afhendingar innan 2-3 daga svo fremi sem varan sé til á lager ytra.
Easy lamp býður upp á perur fyrir flestar tegundir skjávarpa, frá upphaflegum framleiðanda (diamond) eða eftirlíkingar (oem / hyper) sem standast fyllilega kröfur um sambærileg gæði.
Skjávarpaperur eru ávallt sérpöntun og til afhendingar innan 2-3 daga svo fremi sem varan sé til á lager ytra.
Exton er lausnafyrirtæki sem byggir á reynslu, þekkingu og menntun starfsfólks.
Exton hefur þjónustað leikhús og önnur viðburðarhús um árabil. Þjóðleikhúsið, Borgarleikhúsið, Leikfélag Akureyrar, Harpa og Hof eru á meðal þeirra sem skarta hljóð- og ljósabúnaði frá Exton.
Exton hefur einnig komið að hönnun og uppsetningu tæknilausna í fundarrýmum fjölmargra fyrirtækja og stofnana.
Við leigum allan búnað fyrir veislur og viðburði ásamt því að annast uppsetningu og umsjón með tæknibúnaði sé þess óskað.
Þegar halda á viðburð þar sem upplifun fólks er í fyrirrúmi þá erum við fyrirtækið fyrir þig.