Exton býður upp á hágæða tengi frá Neutrik og Whirlwind og kapla frá bæði Belden og VDC. Hægt að fá samsetta kapla eftir þínum þörfum eða tilbúna kapla frá ýmsum framleiðendum.
Hjá Exton færðu einnig tækjaskápa og flugkistur.
Avid framleiðir hljóðkapla með D-SUB, XLR og TRS tengjum (Tascam) ásamt Digi-Link köplum af ýmsum gerðum.
Belden framleiðir hágæða kapla fyrir net, mynd og hljóð.
Rakka-lausnir frá Furman með straumvörn og straumjöfnun geta skipti sköpum. Straumvörnin verndar tækjabúnaðinn fyrir utanaðkomandi rafmagnshöggi og minnkar um leið hættu á vandamálum sem tengjast jarðtengingu.
Kelsey framleiðir ýmsar stærðir af vegg- og gólftengiboxum með D-panelum.
Neutrik er leiðandi framleiðandi í allskonar tengjum og tengibúnaði fyrir hljóð, ljós, mynd og samskiptatækni. Tengi er hægt að sérmerkja, t.d. með lógó fyrirtækis.
Belcom framleiðir hágæða strengi fyrir hljóð, mynd og netstýringar (DMX).
VDC framleiðir kapla úr hágæða súrefnisfríum kopar í margskonar útfærslum
Whirlwind bjóða upp á bæði sérsniðnar og staðlar tengjalausnir fyrir hljóðbransann.
Whirlwind bjóða upp á tengibúnað, kapla og tengibox ásamt sérsniðnum hljóðlausnum. Tengibretti og kapla er hægt að sérmerkja.
Sonifex framleiðir margvíslegan tengibúnað fyrir hljóð og mynd.
Exton er lausnafyrirtæki sem byggir á reynslu, þekkingu og menntun starfsfólks.
Exton hefur þjónustað leikhús og önnur viðburðarhús um árabil. Þjóðleikhúsið, Borgarleikhúsið, Leikfélag Akureyrar, Harpa og Hof eru á meðal þeirra sem skarta hljóð- og ljósabúnaði frá Exton.
Exton hefur einnig komið að hönnun og uppsetningu tæknilausna í fundarrýmum fjölmargra fyrirtækja og stofnana.
Við leigum allan búnað fyrir veislur og viðburði ásamt því að annast uppsetningu og umsjón með tæknibúnaði sé þess óskað.
Þegar halda á viðburð þar sem upplifun fólks er í fyrirrúmi þá erum við fyrirtækið fyrir þig.