Hjá Exton færðu allt sem þarf til að breyta myndmerki, til dæmis úr eða í VGA, HDMI, SDI, IP og NDI. Einnig umbreytur til að skala myndmerkið upp eða niður í gæðum.
ImagePro myndbreytan og myndkort fyrir E2, S3 og PDS myndstýringar frá Barco eru öflugar lausnir fyrir kröfuharða notendur.
Extron myndbreytur eru algjörir vinnuhestar sem Exton hefur lengi boðið viðskiptavinum sínum upp á með frábærum árangri.
Kiloview er leiðandi framleiðandi þegar kemur að því að umkóða myndmerki og senda milli NDI, SDI, HDMI, VGA eða CVBS.
Lumantek ez-Converters er fjölskylda af nettum SDI/HDMI myndbreytum.
Myndbreytur eru hluta af Digital Signage og IPTV lausnum frá Vitec.
Vizrt (áður Newtek) býður upp á fjölbreytt úrval af NDI-SDI-HDMI myndbreytum ásamt hugbúnaði til að dreifa myndmerkjum yfir NDI, ASPEN, SMPTE ST2022 og ST-2110.
Wyrestorm framleiðir margvíslegar HDMI og HDBaseT myndbreytur ásamt 4K/60 In-line HDMI Scaler með DSP-Controlled Audio Breakout, Dolby TrueHD™ & DTS-HD™ Downmixing og eARC Output.
Exton er lausnafyrirtæki sem byggir á reynslu, þekkingu og menntun starfsfólks.
Exton hefur þjónustað leikhús og önnur viðburðarhús um árabil. Þjóðleikhúsið, Borgarleikhúsið, Leikfélag Akureyrar, Harpa og Hof eru á meðal þeirra sem skarta hljóð- og ljósabúnaði frá Exton.
Exton hefur einnig komið að hönnun og uppsetningu tæknilausna í fundarrýmum fjölmargra fyrirtækja og stofnana.
Við leigum allan búnað fyrir veislur og viðburði ásamt því að annast uppsetningu og umsjón með tæknibúnaði sé þess óskað.
Þegar halda á viðburð þar sem upplifun fólks er í fyrirrúmi þá erum við fyrirtækið fyrir þig.