Hljóð

Hljóðkerfi frá Exton

Hljóðkerfi

Exton býður upp á hljóðkerfi af öllum stærðargráðum sem henta í allt frá fundarherbergjum og veitingastöðum upp í ráðstefnusali og tónleikahallir. Sérfræðingar með áratuga reynslu af hönnun hljóðkerfa aðstoða þig við að finna kerfi sem hentar þínum þörfum.

Hljóðstýringar

Hvernig vilt þú stýra hljóði inn á kerfið þitt? Góð hljóðstýring skiptir höfuðmáli þegar tengja á ýmis tæki við hátalara. Við hjálpum þér að þarfagreina og að finna réttu stýringuna fyrir þitt kerfi.

Hljóðstýringar frá Exton
Hljóðmixerar frá Exton

Hljóðmixerar

Hljóðmixerar eru mikilvæg tæki þegar kemur að hljóðblöndun á lifandi viðburðum. Okkar helstu samstarfsaðilar í hljóðmixerum eru Allen & Heath og Midas Consoles.

.

Magnarar

Með sumum hátölurum er þörf á utanáliggjandi mögnurum. Við val á magnara þarf m.a. að huga að fjölda rása, afli og tengimöguleikum.

Magnarar frá Exton
Hljóð hjá Exton hljóðkerfi til sölu og leigu

Hátalarar

Til að skila góðu hljóði þarf góða hátalara. Þegar valið er hátalara þarf að meta styrk- og gæðakröfur, dreifingu, stærð hátalara og ýmislegt fleira. Exton hjálpar þér að velja réttu hátalarana í þitt rými.

Hljóðnemar

Exton býður upp á úrval af hágæða hljóðnemum fyrir upptökur, lifandi flutning, fjarfundi o.fl. Okkar helstu birgjar hljóðnema eru DPA, Audix og Mipro.

Hljóðnemar frá Exton

Þráðlaus hljóðbúnaður

Skoðaðu þráðlausa hljóðnema og “in-ear” kerfi fyrir fundarherbergi, ráðstefnusali og tónleikastaði.

Tengibúnaður

Frágangur skiptir máli. Exton flytur inn alla kapla, tengi og tengibúnað sem þarf til að ganga snyrtilega frá verkinu frá A til Ö.

Kaplar og tengi og snúrur
Aukabunadur fyrir hljod hljodnemastandar

Aukabúnaður

Hljóðnema og- hátalarastandar, rack skápar og ýmsir aukahlutir.