Exton býður upp á hljóðkerfi af öllum stærðargráðum sem henta í allt frá fundarherbergjum og veitingastöðum upp í ráðstefnusali og tónleikahallir. Sérfræðingar með áratuga reynslu af hönnun hljóðkerfa aðstoða þig við að finna kerfi sem hentar þínum þörfum.
Hvernig vilt þú stýra hljóði inn á kerfið þitt? Góð hljóðstýring skiptir höfuðmáli þegar tengja á ýmis tæki við hátalara. Við hjálpum þér að þarfagreina og að finna réttu stýringuna fyrir þitt kerfi.
Hljóðmixerar eru mikilvæg tæki þegar kemur að hljóðblöndun á lifandi viðburðum. Okkar helstu samstarfsaðilar í hljóðmixerum eru Allen & Heath og Midas Consoles.
.
Með sumum hátölurum er þörf á utanáliggjandi mögnurum. Við val á magnara þarf m.a. að huga að fjölda rása, afli og tengimöguleikum.
Til að skila góðu hljóði þarf góða hátalara. Þegar valið er hátalara þarf að meta styrk- og gæðakröfur, dreifingu, stærð hátalara og ýmislegt fleira. Exton hjálpar þér að velja réttu hátalarana í þitt rými.
Exton býður upp á úrval af hágæða hljóðnemum fyrir upptökur, lifandi flutning, fjarfundi o.fl. Okkar helstu birgjar hljóðnema eru DPA, Audix og Mipro.
Skoðaðu þráðlausa hljóðnema og “in-ear” kerfi fyrir fundarherbergi, ráðstefnusali og tónleikastaði.
Frágangur skiptir máli. Exton flytur inn alla kapla, tengi og tengibúnað sem þarf til að ganga snyrtilega frá verkinu frá A til Ö.
Exton er lausnafyrirtæki sem byggir á reynslu, þekkingu og menntun starfsfólks.
Exton hefur þjónustað leikhús og önnur viðburðarhús um árabil. Þjóðleikhúsið, Borgarleikhúsið, Leikfélag Akureyrar, Harpa og Hof eru á meðal þeirra sem skarta hljóð- og ljósabúnaði frá Exton.
Exton hefur einnig komið að hönnun og uppsetningu tæknilausna í fundarrýmum fjölmargra fyrirtækja og stofnana.
Við leigum allan búnað fyrir veislur og viðburði ásamt því að annast uppsetningu og umsjón með tæknibúnaði sé þess óskað.
Þegar halda á viðburð þar sem upplifun fólks er í fyrirrúmi þá erum við fyrirtækið fyrir þig.