Vandaðir hátalar sem hæfa ætlaðri notkun skila bestu hljómgæðum. Meta þarf m.a. hvaða hljóðstyrkur hentar rýminu, hvaða kröfur eru gerðar til hljómgæða, hvernig hljóðdreifingu er háttað og fleira eftir aðstæðum hverju sinni. Hljóðsérfræðingar Exton aðstoða þig við að finna rétta lausn fyrir þig.
Meyer Sound er leiðandi í framleiðslu á hljóðkerfum og hátölurum af hæstu gæðum, fyrir stærri viðburði og allt niður í hljóðver og minni rými þar sem krafa er um hæstu möguleg hljóðgæði.
RCF er þekkt fyrir að þróa hljóðkerfi sem víða eru vinsæl, allt frá hátölurum fyrir hljóðver, lítil og stór færanleg kerfi og upp í tónleikakerfi af stærstu gerð.
Hátalaralínur QSC henta til margvíslegra nota, allt frá stærstu viðburðum yfir í smærri fundar- og verslunarrýma, hvort heldur sem færanlegan búnað eða fyrir ísetningar með hljóðstýringum.
NEXO er virtur framleiðandi hátalara fyrir viðburði eða ísetningar í rýmum. NEXO er viðskipteining Yamaha Corporation sem auðveldar fulla samþættingu hátalara- og magnarastýringar og stjórnborðsstjórnun.
Blaze Audio býður upp á breiða hátalaralínu sem hentar vel fyrir verslanir, bari, veitingastaði, hótel, líkamsræktarstöðvar og önnur þjónusturými.
Ci vörulínan samanstendur af fallegum og látlausum IP-tengjanlegum hátölurum sem lítið fer fyrir, en og skila þó ótrúlega mikilli hljóðdreifingu.
Exton er lausnafyrirtæki sem byggir á reynslu, þekkingu og menntun starfsfólks.
Exton hefur þjónustað leikhús og önnur viðburðarhús um árabil. Þjóðleikhúsið, Borgarleikhúsið, Leikfélag Akureyrar, Harpa og Hof eru á meðal þeirra sem skarta hljóð- og ljósabúnaði frá Exton.
Exton hefur einnig komið að hönnun og uppsetningu tæknilausna í fundarrýmum fjölmargra fyrirtækja og stofnana.
Við leigum allan búnað fyrir veislur og viðburði ásamt því að annast uppsetningu og umsjón með tæknibúnaði sé þess óskað.
Þegar halda á viðburð þar sem upplifun fólks er í fyrirrúmi þá erum við fyrirtækið fyrir þig.