Talað er um hljóðeinangrun þegar átt er við að lágmarka hljómburð milli nærliggjandi aðskildra rýma. Exton býður upp á ýmsar lausnir til þess að hámarka hljóðeinangrun, t.d. í léttum milliveggjum, milli hæða o.s.fv.
Hljóðeinangrandi brunahurðir úr stáli með einagrunarstuðli (RW gildi) allt að 52dB. Fást bæði einbreiðar og tvíbreiðar. Hægt að sérsníða stærðir og velja á milli polyhúðunnar eða spóns.
Fjaðrandi stoðfestingar (e. „decouplers“) eru notaðar til þess að draga úr leiðni hljóðs í gegnum stoðir í t.d. gipsveggjum og timburgólfum. Góð fjöðrun getur skipt sköpum þegar kemur að því að lágmarka hljómburð gegnum veggi, sérstaklega á lægri tíðnum.
Hljóðeinangrandi undirlög eru sett undir parket eða flot til þess að draga úr högghljóði sem borist getur milli hæði í gegnum gólfplötu. Exton býður upp á nokkur mismunandi korkundirlög sem henta mismunandi aðstæðum.
Exton er lausnafyrirtæki sem byggir á reynslu, þekkingu og menntun starfsfólks.
Exton hefur þjónustað leikhús og önnur viðburðarhús um árabil. Þjóðleikhúsið, Borgarleikhúsið, Leikfélag Akureyrar, Harpa og Hof eru á meðal þeirra sem skarta hljóð- og ljósabúnaði frá Exton.
Exton hefur einnig komið að hönnun og uppsetningu tæknilausna í fundarrýmum fjölmargra fyrirtækja og stofnana.
Við leigum allan búnað fyrir veislur og viðburði ásamt því að annast uppsetningu og umsjón með tæknibúnaði sé þess óskað.
Þegar halda á viðburð þar sem upplifun fólks er í fyrirrúmi þá erum við fyrirtækið fyrir þig.