Rétt lýsing innanhúss sem utan umbreytir rýmum og byggingum með því að skapa gott andrúmsloft. Sérfræðingar Exton hafa mikla reynslu og finna með þér ljós sem henta.
Vivalyte sérhæfa sig í hágæða arkitektúrlýsingu fyrir mannvirki af öllum gerðum. LED borðar sem hægt er að nota bæði inni og úti, bjóða upp á litastýringu og ýmsar sérhæfðar lausnir.
Prolights býður formfalleg ljós fyrir sali, sýningarrými og veitingahús. Bæði fyrir almenna húslýsingu, áherslulýsingu og effektaljós.
Exton er lausnafyrirtæki sem byggir á reynslu, þekkingu og menntun starfsfólks.
Exton hefur þjónustað leikhús og önnur viðburðarhús um árabil. Þjóðleikhúsið, Borgarleikhúsið, Leikfélag Akureyrar, Harpa og Hof eru á meðal þeirra sem skarta hljóð- og ljósabúnaði frá Exton.
Exton hefur einnig komið að hönnun og uppsetningu tæknilausna í fundarrýmum fjölmargra fyrirtækja og stofnana.
Við leigum allan búnað fyrir veislur og viðburði ásamt því að annast uppsetningu og umsjón með tæknibúnaði sé þess óskað.
Þegar halda á viðburð þar sem upplifun fólks er í fyrirrúmi þá erum við fyrirtækið fyrir þig.