Ljósaborð við hæfi er lykillinn að hönnun og keyrslu lýsingar, hvort sem um ræðir minni svið og skemmtistaði eða stærri viðburði innan- eða utanhúss. Hjá Exton færðu réttu lausnina hver svo sem þörfin er.
Hönnun grandMA3 byggir á byltingarkenndum hugmyndum fremstu hugsjónamanna iðnaðarins og hannað til að gera flókna hluti einfalda í framkvæmd. Netlausnir MA gera kleift að tengja saman margar stjórneininga og búa þannig til ótrúlega öfluga stýringu fyrir ljós og margmiðlunarefni. Með ókeypis hugbúnaði og litlum stjórneiningum er hægt að búa til ódýra ljósastýringu fyrir minni sýningar.
Exton er lausnafyrirtæki sem byggir á reynslu, þekkingu og menntun starfsfólks.
Exton hefur þjónustað leikhús og önnur viðburðarhús um árabil. Þjóðleikhúsið, Borgarleikhúsið, Leikfélag Akureyrar, Harpa og Hof eru á meðal þeirra sem skarta hljóð- og ljósabúnaði frá Exton.
Exton hefur einnig komið að hönnun og uppsetningu tæknilausna í fundarrýmum fjölmargra fyrirtækja og stofnana.
Við leigum allan búnað fyrir veislur og viðburði ásamt því að annast uppsetningu og umsjón með tæknibúnaði sé þess óskað.
Þegar halda á viðburð þar sem upplifun fólks er í fyrirrúmi þá erum við fyrirtækið fyrir þig.