Rétt ljósastýring er lykilatriði hvort sem um ræðir fundarrými, kaffihús, flugstöð, skólastofu, líkamsrækt, tónleikahöll, upptökuver eða heimilið. Hjá Exton færðu réttu lausnina hver svo sem þörfin er.
Visual Productions framleiðir fjölskyldu af stjórneiningum, stjórnborðum og hugbúnaði fyrir ljósastýringar í rýmum af öllum stærðum.
Vörulínan ETC Connect er afar breið, allt frá einföldum stýringum fyrir minni rými upp í heilu byggingarnar.
Highlite býður upp á nettar lausnir fyrir ljósastýringar frá Artecta, Eldoled og Showtec.
Exton er lausnafyrirtæki sem byggir á reynslu, þekkingu og menntun starfsfólks.
Exton hefur þjónustað leikhús og önnur viðburðarhús um árabil. Þjóðleikhúsið, Borgarleikhúsið, Leikfélag Akureyrar, Harpa og Hof eru á meðal þeirra sem skarta hljóð- og ljósabúnaði frá Exton.
Exton hefur einnig komið að hönnun og uppsetningu tæknilausna í fundarrýmum fjölmargra fyrirtækja og stofnana.
Við leigum allan búnað fyrir veislur og viðburði ásamt því að annast uppsetningu og umsjón með tæknibúnaði sé þess óskað.
Þegar halda á viðburð þar sem upplifun fólks er í fyrirrúmi þá erum við fyrirtækið fyrir þig.