LED skjáir frá Unilumin Technologies skila ótrúlegri sjónrænni upplifun inni sem úti, allt frá tæknilegum stjórnrýmum til risatónleika og íþróttaviðburða þar sem umhverfisaðstæður eru krefjandi. Hver skjár er settur saman úr minni einingum sem raða má saman á þann máta sem þér hentar.
Hjá Exton færðu sjónvörp og auglýsingaskjái sem hæfa þínum þörfum. Einnig myndvinnsluskjái fyrir rakka eða á borð.
Hjá Exton færðu sjávarpa fyrir heimili, fundarherbergi, stærri samkomusali, viðburðahús og bíósali.
Með sumum hátölurum er þörf á utanáliggjandi mögnurum. Við val á magnara þarf m.a. að huga að fjölda rása, afli og tengimöguleikum.
Hjá Exton færðu lausn við hæfi sem tryggir að myndefnið kemst til skila í hæstu mögulegu gæðum. Leitaðu ráða hjá sérfræðingum okkar, hvort sem um ræði einfalda KVM tengingu, IP myndmerki í hárri upplausn sem þar að flytja um langan veg og allt þar á milli.
Hjá Exton færðu allt sem þarf til að breyta myndmerki, til dæmis úr eða í VGA, HDMI, SDI, IP og NDI. Einnig umbreytur til að skala myndmerkið upp eða niður í gæðum.
Exton býður fjölbreyttar lausnir fyrir fjarfundi frá Barco og Wyrestorm. Einnig í boði ráðgjöf og uppsetning fyrir einfaldar sem flóknar lausnir, til dæmis með tengingu við hljóð og myndstýringar.
Exton annast uppsetningu á streymislausnum af öllum stærðargráðum. Þar vinnum við eftir þörfum viðskipavinarins og útfærum þann mynd- hljóð- og hugbúnað sem hentar að hverju sinni.
Við bjóðum allan nauðsynlegan búnað fyrir hvers kyns streymisviðburði; tónleika, skemmtanir, ráðstefnur o.fl. Þar að auki búum við yfir mikilli reynslu og þekkingu í framkvæmd slíkra viðburða.
Exton hefur komið að hönnun og uppsetningu tækjabúnaðar fyrir útsendingu hjá vel flestum sjónvarpsstöðvum landsins. Einnig lausnum fyrir viðskipavini sem kalla á umfangsminni umgjörð án þess þó að slegið sé af kröfum um gæði.
Scoreboard System frá HDT býður heildarlausnir fyrir hvers konar stigatöflur og tilheyrandi búnað fyrir íþróttaviðburði og útsendingu.
Rétt val á sýningartjaldi skiptir sköpum. Starfsmenn Exton aðstoða þig við að finna lausn sem hentar, í stöðluðum stærðum eða bókstaflega sveigt að þínum þörfum.
Exton er lausnafyrirtæki sem byggir á reynslu, þekkingu og menntun starfsfólks.
Exton hefur þjónustað leikhús og önnur viðburðarhús um árabil. Þjóðleikhúsið, Borgarleikhúsið, Leikfélag Akureyrar, Harpa og Hof eru á meðal þeirra sem skarta hljóð- og ljósabúnaði frá Exton.
Exton hefur einnig komið að hönnun og uppsetningu tæknilausna í fundarrýmum fjölmargra fyrirtækja og stofnana.
Við leigum allan búnað fyrir veislur og viðburði ásamt því að annast uppsetningu og umsjón með tæknibúnaði sé þess óskað.
Þegar halda á viðburð þar sem upplifun fólks er í fyrirrúmi þá erum við fyrirtækið fyrir þig.