Exton er með úrval af myndavélum fyrir streymi og fjarfundi – PTZ myndavélar, camcorders og fastar myndavélar með mismunandi linsum.
Myndavélalína MarCam inniheldur bæði PTZ myndvélar og fyrirferðalitlar myndavélar með föstum eða útskiptanlegum linsum.
Henta til dæmis vel í fundarrými, samkomusali og kirkjur eða útsendingu í fullum UHD gæðum. Fáanlegar með SDI, HDMI og/eða NDI tengingum.
JVC myndavélar fyrir fagfólk, bæði PTZ og handheldar af öllum stærðum og gerðum.
Vizrt (áður NewTek) PTZ3 og PTZ3-UHD myndavélar eru með NDI, SDI og HDMI tengjum ásamt Mini-XLR hljóðingangi.
Exton er lausnafyrirtæki sem byggir á reynslu, þekkingu og menntun starfsfólks.
Exton hefur þjónustað leikhús og önnur viðburðarhús um árabil. Þjóðleikhúsið, Borgarleikhúsið, Leikfélag Akureyrar, Harpa og Hof eru á meðal þeirra sem skarta hljóð- og ljósabúnaði frá Exton.
Exton hefur einnig komið að hönnun og uppsetningu tæknilausna í fundarrýmum fjölmargra fyrirtækja og stofnana.
Við leigum allan búnað fyrir veislur og viðburði ásamt því að annast uppsetningu og umsjón með tæknibúnaði sé þess óskað.
Þegar halda á viðburð þar sem upplifun fólks er í fyrirrúmi þá erum við fyrirtækið fyrir þig.