Um leið og við óskum Eik fasteignafélagi innilega til hamingju með einstaklega vel heppnaðar endurbætur á Turninum við Smáratorg, þá þökkum við samstarfsaðilum okkar í verkefninu fyrir mjög ánægjulegt og árangursríkt samstarf.
Miklum umbótum lokið
Margir hafa tekið eftir vinnu við endurbætur á Turninum við Smáratorg sem í haust. Lýsing á glerverki leikur stórt hlutverk í endurbótunum og á stóran þátt í að skapa einstakt kennileiti.
Í upphafi leitaði Eik fasteignafélag til fimm fyrirtækja og óskaði eftir verðtillögum og hugmyndum fyrir lýsingu á ytra byrði Turnsins og varð tillaga Exton fyrir valinu. Nú nokkru síðar má sjá einstaka og vel hannaða útkomu sem gerir þessa fallegu byggingu að kennileiti er vekur aðdáun.
Einstakt dæmi um þor og dirfsku við endurbætur
Hér á Íslandi mæðir gjarnan mikið á byggingum og reynt á ýtrustu þolmörk hönnunar, frágangs og efnis.
Það er því nokkuð alengt að leggja þurfi í viðamiklar endurbætur og viðhald en það sem er mun sjaldgæfara er að eigendur fasteigna nýtti sér þessi tækifæri til að endurhugsa hönnun, hlutverk og ásýnd þeirra líkt og Eik fasteignafélag gerði með Turninn. Það ber að hrósa félaginu fyrir áræðni, framsýn og þor að nýta tækifærið til að skapa einstakt kennileiti þegar ljóst var leggja þurfti út í talsverðar endurbætur.
Vonandi sjáum við fleiri dæmi um slíka áræðni í framtíðinni.
Hugmynd frá Exton varð fyrir valinu
Í upphafi fengu fimm fyrirtæki að skila inn inn verðtillögum og hugmyndum fyrir lýsingu á Turninum og varð tillaga Exton fyrir valinu. Nú nokkru síðar má sjá einstaklega og vel hannaða niðurstöðu sem gerir þessa fallegu byggingu að kennileiti er vekur aðdáun.
Eitt af því sem veitti tillögu frá Exton sérstöðu er að lýsingin er utan á Turninum og hefur því ekki í för með sé ljósmengun inni í húsinu. Hugmynd Exton byggir á byggir á ljósum og stjórnbúnaði frá Vivalyte og glæsileg ljóshönnun er unnin af lýsingarhönnunarfyrirtækinu LISKU.
Verkefnið í hnotskurn
Verkkaupi:
Verkkaupi: Eik Fasteignafélag
Ár: 2022-2025
Hlutverk Exton:
- Grunnhugmyndavinna
- Lýsingarbúnaður
- Stjórnbúnaður
- Uppsetning og forritun
Samstarfsaðilar:
- Vivalyte
- AV stumpf
- Visual Production
- Liska
Myndataka:
- Ljósmyndun: Örn Erlendsson
- Drónaljósmyndun og myndbandsgerð: Bernhard Kristinn
Lýsing glerhjúpsins er hluti af endurbótaverkefni á Turninum við Smáratorg. Markmiðið var að skapa kennileiti við sjóndeildarhringinn.
Lýsingin vinnur með arkítektúrnum og er allur ljósabúnaður er hluti af lóðréttum gluggaprófílum Turnsins. Mjúkar en lifandi senur teikna sig utan um efri hluta hans í suður og austur átt.
Ljósasenur breytast að jafnaði eftir tíma dags en á sérstökum dögum birtast senur í takt við eðli daganna sem skapar þannig lifandi kennileiti.
Með því að láta birtu lýsingarinnar taka mið af tíma dags er stuðlað að orkusparnaði og aukinni endingu ljósabúnaðar. Þegar dimma tekur er lýsingin keyrð niður og slökkt yfir nóttina. Þannig er jafnframt ekki dregið úr óþarfa ljósmengun.
Ljósasenur eru fjölbreyttar og eru þær meðal annars notaðar til að sýna ýmsum málefnum stuðning, svo sem einstökum apríl, bleikum október o.fl., með því að nýta lýsinguna til að lýsa í takt við einkennisliti málefnanna.
Ljós og stjórnbúnaður
Lausnin samanstendur af 40mm Neon LED borðum frá Vivalyte , sem eru RGBW-30K með innbyggðu DMX, með 100 mm pixel sem gefur ljósasenum mikið svigrúm. Allur búnaðurinn er vatnsþéttur IP 68 gerður fyrir mikið veðurálag. Borðinn er settur í sérhannaðann álprófíl sem festist við gluggakerfi húsins.
Stjórnbúnaður er frá Pixera PIXERA ONE bíður upp á nær óendanlega möguleika í hönnun á ljósasenum, birtumagni, tímastillingum til að útkomann uppifylli kröfur lýsingarhönnuðar.
Til að gera lausnina sem einfaldast í notkun fyrir húseigendur er notuð CueCore3 – Visual Productions BV til að kalla upp ljósasenur sjálfvirkt og með einfalt vefviðmót.
Ljósasenur sem taka breytingum í takt við árstíð og tilefni
Lýsingin er sjálfvirk yfir allt árið og tekur breytingum í takt við árstíð og tilefni. Hér fyrir neðan eru dæmi um ýmsar ljósasenur á mismunandi tímum dags:
Verðskulduð athygli erlendis
Lausnin og hönnunin hefur vakið verskuldaða athygli erlendis. Í nýjasta tölublaði Arc Magazine er að finna viðtal við Örn Erlendsson ljósahönnuð hjá LISKA. Í viðtalinu er fjallað um verkefnið allt frá hugmynd að veruleika og gefin innsýn í hugmyndafræðina, áskoranir og fleira.
- Vivalyte á heimasíðu: https://vivalyte.com/showcase/smaratorg-tower-iceland/
- Exton á heimasíðu: https://exton.is/vorumerki/vivalyte/vivalyte-turninn-kopavogi/
- Liska um verkefnið á heimasíðu: https://www.liska.is/turninn
- Arc Magazine 149 tölublaði : https://www.arc-magazine.com/issue-library/
Langar þig að vita meira?
Hafðu samband við okkur hjá Exton og við förum saman í gegnum þá möguleika sem ljósabúnaður frá Exton og samstarfsaðilum býður upp á.
- hafðu samband


