Exton hefur unnið við alhliða uppsetningu á tækjabúnaði í fundarherbergjum af öllum stærðum. Við sjáum til þess að hljóð og mynd fyrir fjarfundi skili sér eins vel og hægt er til allra aðila.
Við bjóðum upp á hágæða endabúnað og miðlægar stýringar fyrir fjarfundi, stýringar ljós, hljóð, mynd og gluggatjöld.
Við hjá Exton höfum mikla þekkingu og áralanga reynslu af því að hanna og setja upp allt inn í fundarherbergi. Það sem gott fundarherbergi þarf að hafa er:
Hljóðvist er lykilatriði þegar hljóð berst um rými, hvort sem það er rafmagnað eða órafmagnað; of mikill endurómur dregur verulega úr skýrleika tals og tónlistar.
Exton býður upp á mikið úrval af snyrtilegum hljóðvistarlausnum fyrir fundarherbergi. Við veitum við faglega ráðgjöf í vali á lausnum og bjóðum viðskiptavinum okkar upp á hljóðmælingar á viðkomandi rými. Við getum einnig séð um uppsetningu sé þess óskað.
Við hjálpum þér að velja myndbúnað sem hentar þínu rými og bjóðum upp á skjávarpa, skjávarpatjöld og sjónvarpstæki í öllum stærðum.
Hér þarf að skrifa texta til að lýsa lausn sem Exton býður, helstu eiginleikar, ávinningur, og af hverju að velja Exton.
Hér þarf að skrifa texta til að lýsa lausn sem Exton býður, helstu eiginleikar, ávinningur, og af hverju að velja Exton.
Hver kannast ekki við að koma á fund og ná ekki að tengja tölvuna við skjáinn eða skjávarpann í fundarherberginu og jafnvel eiga í erfiðleikum með hljóð og nettengingar.
Við erum sérfræðingar í að gera fundarherbergið einfald og aðgengilegt í umgengni. Við setjum upp einfaldar og auðveldar tengingarleiðir.
Tíminn er dýrmætur og mikilvægt að það sé auðvelt og aðgengilegt að stýra mynd, hljóði, lýsingu og öðrum búnaði í fundarherberginu.
Exton býður sérhæfðan stjórnbúnað fyrir fundarherbergi sem er auðveldur í notkun og einfaldar ferlið við að tengjast fjarfundum.
Á sama tíma og við bjóðum sérsniðnar lausnir fyrir hvern og einn þá bjóðum við einnig tilbúna pakka sem henta flestum fundarherbergjum frá 12m upp í 25fm.
Kynntu þér þessa vönduðu lausn og ef þú vilt breyta einhverju varðandi þessa lausn þá er það sjálfsagt mál.
Exton er lausnafyrirtæki sem byggir á reynslu, þekkingu og menntun starfsfólks.
Exton hefur þjónustað leikhús og önnur viðburðarhús um árabil. Þjóðleikhúsið, Borgarleikhúsið, Leikfélag Akureyrar, Harpa og Hof eru á meðal þeirra sem skarta hljóð- og ljósabúnaði frá Exton.
Exton hefur einnig komið að hönnun og uppsetningu tæknilausna í fundarrýmum fjölmargra fyrirtækja og stofnana.
Við leigum allan búnað fyrir veislur og viðburði ásamt því að annast uppsetningu og umsjón með tæknibúnaði sé þess óskað.
Þegar halda á viðburð þar sem upplifun fólks er í fyrirrúmi þá erum við fyrirtækið fyrir þig.