Exton selur og þjónustar upplýsinga- og sjúkrakallkerfi fyrir heilbrigðisstofnanir og heimaþjónustu.
Tunstall Healthcare Group starfar nú í yfir 50 löndum og er leiðandi í sölu og þjónustu á velferðatæknilausnum fyrir sjúkrahús, hjúkrunarheimili og einstaklinga sem búa í eigin húsnæði eða þjónustuíbúðum.
Í samvinnu við Tunstall býður Exton upp á örugga og hagkvæma þjónustu í háum gæðaflokki til hjúkrunar- og umönnunargeirans. Vöruframboð Tunstall samanstendur af samþættu þjónustuúrvali sem sníða má að þörfum og óskum viðskiptavinarins – því þéttari sem samstarfið er, því betri verður útkoman.
Tunstall er eini framleiðandinn á markaðnum sem boðið getur upp á jafn heildstæða „öryggiskeðju“ sem felst í TES-kerfinu.
Sérfræðingar Exton ráðleggja þér við val á TES-kerfiseiningum og aðstoða við uppsetningu.
Þjónustudeild Tunstall og starfsmenn Exton koma svo að daglegri kerfisvöktun og viðhaldi. Það sem TES-kerfið býður m.a. upp á er:
Góð hljóðvist er afar mikilvæg og ekki síst inni á heilbrigðisstofnunum bæði gagnvart starfsfólki og þeirra sem sækja ummönnun eða þjónustu.
Exton býður prófanir og hljóðmælingar á öllum rýmum auk hljóðvistalausna fyrir öll rými. Lausnirnar er bæði hægt að kaupa með og án uppsetningar.
Exton er lausnafyrirtæki sem byggir á reynslu, þekkingu og menntun starfsfólks.
Exton hefur þjónustað leikhús og önnur viðburðarhús um árabil. Þjóðleikhúsið, Borgarleikhúsið, Leikfélag Akureyrar, Harpa og Hof eru á meðal þeirra sem skarta hljóð- og ljósabúnaði frá Exton.
Exton hefur einnig komið að hönnun og uppsetningu tæknilausna í fundarrýmum fjölmargra fyrirtækja og stofnana.
Við leigum allan búnað fyrir veislur og viðburði ásamt því að annast uppsetningu og umsjón með tæknibúnaði sé þess óskað.
Þegar halda á viðburð þar sem upplifun fólks er í fyrirrúmi þá erum við fyrirtækið fyrir þig.