HLJÓÐBLÖNDUN OG STÝRINGAR
Exton hefur í boði ýmsar útfærslur þegar kemur að hljóðstýring og er þar valin besta lausn fyrir viðskiptavininn hverju sinni.
QSC býður mjög öfluga línu af DSP hljóðstýringum sem Exton hefur notað í mörgum verkefnum ásamt línu af litlum hljóðblöndurum.
HLJÓÐKERFI
Exton hefur þjónustað leikhús og önnur viðburðarhús um árabil. Þjóðleikhúsið, Borgarleikhúsið, Leikfélag Akureyrar, Harpa og Hof eru á meðal þeirra sem skarta hljóð- og ljósabúnaði frá okkur. Exton hefur einnig komið að hönnun og uppsetningu tæknilausna í fundarrýmum fjölmargra fyrirtækja og stofnana.
Okkar helstu samstarfsaðilar í hátalaralausnum eru Meyer Sound Laboratories, QSC AUDIO, RCF, og NEXO. Valið hverju sinni fer eftir eðli verkefnisins og þörfum viðskiptavinarins.
HLJÓÐNEMAR
Við bjóðum upp á úrval af hljóðnemum frá mörgum af helstu hljóðnemaframleiðendum heims, m.a. DPA, Audix, MIPRO. Má þar finna allar helstu gerðir hljóðnema; fyrir söng og hljóðfæraleik, fundarherbergi, kvikmyndagerð og talað mál.
HLJÓÐVIST
Hljóðvist er lykilatriði þegar hljóð berst um rými, hvort sem það er rafmagnað eða órafmagnað; of mikil endurómun getur dregið verulega úr skýrleika tals og tónlistar.
Exton er í samstarfi við ýmsa birgja af hljóðvistarlausnum. Við veitum ráðgjöf í vali og útfærslu á lausnum og getum séð um uppsetningu sé þess óskað.
KAPLAR, TENGI OG AUKAHLUTIR
Exton býður upp á hágæða tengi frá Neutrik og Whirlwind og kapla frá bæði Belden og VDC. VDC framleiðir kapla úr hágæða súrefnisfríum kopar í margskonar útfærslum.
Neutrik er leiðandi framleiðandi í allskonar tengjum og tengibúnaði fyrir hljóð, ljós, mynd og samskiptatækni.