Bjóðum gestina velkomna
Exton hefur útfært og sett upp ýmsar lausnir fyrir fjölda hótela. Til dæmis hljóð og lýsingu með miðlægri stýringu, upplýsingaskjái og hljóðvistarlausnir. Rétt úrfærsla tryggir bestu upplifun gestanna.
Starfsfólk Exton býr yfir mikilli þekkingu og áralangri reynslu af hönnun og uppsetningu á lausnum sem bæta upplifun hótelgesta. Það sem gerir upplifun hótelgesta enn betri:
Exton er lausnafyrirtæki sem byggir á reynslu, þekkingu og menntun starfsfólks.
Exton hefur þjónustað leikhús og önnur viðburðarhús um árabil. Þjóðleikhúsið, Borgarleikhúsið, Leikfélag Akureyrar, Harpa og Hof eru á meðal þeirra sem skarta hljóð- og ljósabúnaði frá Exton.
Exton hefur einnig komið að hönnun og uppsetningu tæknilausna í fundarrýmum fjölmargra fyrirtækja og stofnana.
Við leigum allan búnað fyrir veislur og viðburði ásamt því að annast uppsetningu og umsjón með tæknibúnaði sé þess óskað.
Þegar halda á viðburð þar sem upplifun fólks er í fyrirrúmi þá erum við fyrirtækið fyrir þig.