Stúkur, gólfefni, hljóðvist, hljóðgæði og hljómburður í og við íþróttamannvirki skipta verulegu máli þegar kemur að upplifun leikmanna og áhorfenda.
Fáðu aðstoð sérfræðinga Exton við að skapa rétta umhverfið í íþróttamannvirkinu.
Exton býður fjölmargar lausnir fyrir íþróttahús og -velli.
Meðal annars gervigras frá Greenfields, útdraganlega áhorfendapalla, bekki og sæti frá Avant ásamt fótboltamörkum og öðru tilheyrandi frá ýmsum framleiðendum.
Einnig stigatöflur og tilheyrandi búnað fyrir kappleiki og útsendingu frá Kazo Vision og Scoreboard System.
Við hjá Exton höfum áralanga reynslu af því að hanna og setja upp búnað fyrir íþróttamannvirki, hvort heldur utan- eða innanhúss. Það sem mestu skiptir er:
Exton er lausnafyrirtæki sem byggir á reynslu, þekkingu og menntun starfsfólks.
Exton hefur þjónustað leikhús og önnur viðburðarhús um árabil. Þjóðleikhúsið, Borgarleikhúsið, Leikfélag Akureyrar, Harpa og Hof eru á meðal þeirra sem skarta hljóð- og ljósabúnaði frá Exton.
Exton hefur einnig komið að hönnun og uppsetningu tæknilausna í fundarrýmum fjölmargra fyrirtækja og stofnana.
Við leigum allan búnað fyrir veislur og viðburði ásamt því að annast uppsetningu og umsjón með tæknibúnaði sé þess óskað.
Þegar halda á viðburð þar sem upplifun fólks er í fyrirrúmi þá erum við fyrirtækið fyrir þig.