Gervigras án innfylliefna

PURE PT

ENGIN INNFYLLIEFNI - ENGAR MÁLAMIÐLANIR

Pure PT gervigrasið frá Greenfields er byltingarkennt gervigras án innfylliefna, hannað til að skila hámarks frammistöðu, einstökum þægindum fyrir leikmenn, vera umhverfisvænt og sjálfbært. Þetta einstaka gervigras er þróað til að líkja eftir gæðum hágæða náttúrulegra grasvalla og býður upp á frábæra leikupplifun án þess að nota innfylliefni.

Einstök þráðatækni tryggir mjúkt en stöðugt yfirborð með náttúrulegri og eðlilegri boltahegðun,  eðlilegu gripi sem gerir upplifun leikmanna einstaka og lágmarkar meiðslahættu. Með hárréttum þéttleika þráða, áferð og efnasamsetningu, tryggir GreenFields Pure PT gervigras langvarandi endingu með lágmarks viðhaldsþörf. Þetta gerir Pure PT að afar hagkvæmum og umhverfisvænum valkosti fyrir íþrótta- og sveitarfélög sem uppfyllir allar nútímakröfur og framtíðarskilyrði sem sett hafa verið af FIFA. Nýjung sem uppfyllir reglugerð KSÍ um keppnisvelli í öllum deildum á Íslandi. Lausn sem uppfyllir FIFA Quality staðalinn. Til að fá völl vottaðan sem FIFA Quality völl þarf að bæta við mulnum olívusteinum í völlin til málamynda, þar til staðlinum hefur verið breytt.

AF HVERJU AÐ VELJA PURE PT

  • Enginn innfylling – Skilar bestu mögulegu vallaraðstæðum mun líkari náttulegu grasi.
  • Engin árleg innkaup á innfylliefnum.
  • Ekki þörf á höggdempandi undirlagi.
  • Óviðjafnanleg þægindi fyrir leikmenn – Einstakar þráðasamsetningar skapa mjúkt en stöðugt yfirborð.
  • Bætt boltastjórnun – Hannað til að auka nákvæmni, grip og náttúrulega upplifun.
  • Mjög endingargott – Hannað til að endast lengi með lágmarks viðhaldi, bara burstun.
  • Sjálfbært og hagkvæmt – Lækkar rekstrarkostnað og styður við grænni framtíð.
  • Lægri stofnkostnaður.
  • Allt að helmingu lengri endingartími, 12 ára ábyrgð (árleg notkun > 1800 klst/ári).
  • Mun minni förgunarkostnaður að endingartíma loknum.

Pure PT skilar langvinnum ávinningi með einfaldari og ódýrari uppsetningu, lágum viðhaldskostnaði, lengri endingartíma. Þar sem engin innfylliefni eru notuð fylgja engir kostnaðarliðir vegna áfyllingar, viðbótar eða jöfnunar innfylliefna. Uppsetningin er einfaldari og hraðari í samanburði við eldri gervigrös sem kallar á minni mannskap og tækjakost í tengslum við meðferð innfylliefna.

Pure PT gervigras er hannað fyrir mikla notkun og heldur gæðum og frammistöðu sinni í að minnsta kosti 12 ár (árleg notkun > 1800 klst/ári). Allt þetta skilar sér í verulega lægri heildareignarkostnaði (TCO), sem veitir fjárhagslegan ávinning bæði til skamms og langs tíma.

Pure PT er hannað til að skila stöðugri frammistöðu yfir líftímann, jafnvel við stöðuga notkun allan sólarhringinn, alla daga ársins. Eftir margra ára rannsóknir og þróun, með yfir 50 prófunarlotum, hefur Pure PT gervigrasið náð einstökum eiginleikum sem gerir það að fullkomnasta gervigrasi sem er í boði í dag og býr yfir einstökum þráðaþéttleika til að tryggja einstaka endingu og upplifun.

Ábyrgðartími á Pure PT er a.m.k. 12 ár (árleg notkun > 1800 klst/ári).

Til að sannreyna þennan líftíma hafa verið gerðar óháðar endingarprófanir með: 500.000 hringir á Lisport og 75.000 hringir á Lisport XL. Pure PT stóðst báðar prófanir með glæsibrag og uppfyllti allar frammistöðukröfur.

Pure PT gervigrasið skilar afburða frammistöðu án innfylliefna, með gripi, boltahegðun og þægindum sem venjulega finnast aðeins á hágæða náttúrulegum grasvöllum.

Frá árinu 2019 hefur þetta gervigras verið þróað í nánu samstarfi við PSV FieldLab. Á æfingasvæðum hjá einu af fremstu félögum Hollands var Pure PT prófað, aðlagað og prófað aftur – alls í meira en 50 tilraunalotum. Leikmenn, þjálfarar og sérfræðingar í frammistöðu gáfu beina endurgjöf, sem leiddi til gervigrass sem líkir fullkomlega eftir tilfinningu á bestu leikvöllum með náttúrulegu grasi.

Þökk sé efnafræðilegri uppbyggingu líkist gervigrasið meira leiktilfinningu á náttúrulegu grasi. Það hjálpar til við að koma í veg fyrir ofnotkunarmeiðsli og veitir öryggi, stjórn og sjálfstraust fyrir hvern leikmann á öllum getustigum. Hvort sem þú ert að æfa, keppa eða í endurheimt, þá er þetta yfirborð sem hentar fullkomlega.

Pure PT sameinar í raun það besta úr báðum heimum: útlit og tilfinningu náttúrulegs grass með áreiðanleika og endingartíma gerviefna. Framtíðarlausn fyrir þá sem neita að gera málamiðlanir þegar kemur að eiginleikum, þægindum og ekki síst umhverfislegum þáttum.

Gervigras án málamiðlana

Uppgötvaðu hversu einfalt en magnað Pure PT gervigrasið er án þess að fórna þægindum, leiktilfinningu eða endingu.

GreenFields Pure PT bæklingur

Viltu kafa dýpra í smáatriðin? Sæktu vörubækling um 
GreenFields Pure PT gervigras til að fá nánari tæknilegar upplýsingar.

Fyrsta FIFA-vottaða GreenFields Pure PT gervigrasið
lagt á þjóðarleikvang Curaçao

GreenFields is proud to announce a milestone achievement in sports infrastructure: the installation of the first-ever FIFA certified GreenFields Pure PT at the Ergilio Hato Stadium in Curaçao. This new pitch sets a new benchmark for quality, performance, and sustainability. [22 Nov 2024]

The new pitch represents a significant advancement for football development in Curaçao. The FIFA certification ensures that players will benefit from an innovative playing surface that closely mimics high-quality natural grass, offering excellent ball behavior, superior grip, stability, and control.

GreenFields Pure PT made its competitive debut during two Concacaf Nations League matches, where Curaçao faced St. Martin and St. Lucia. These two decisive matches showcased both the national team’s skill and the outstanding performance of this first-ever FIFA certified GreenFields Pure PT pitch. Under the guidance of coach Dick Advocaat, the team secured promotion to the top division of the Concacaf Nations League and earned a spot in the 2025 Gold Cup.

First-ever FIFA certified GreenFields Pure PT installed at Curaçao's national stadium

Viltu fá kynningu?

Hefur þú áhuga á að vita meira um  GreenFields Pure PT gervigras? Hafðu samband og bókaðu kynningu með sérfræðingum okkar í gervigrasi og íþróttamannvirkjum.