Stúkur

Inni og úti stúkur

Exton býður fjölbreyttar og vandaðar lausnir fyrir stúkur hvort sem þær eru utandyra eða innandyra.

Mögulegt er að fá ýmsar útgáfur fyrir stærri og viðameiri stúkur niður í léttar og mögulega færanlegar.

Einnig er hægt að velja fastar stúkur eða útdraganlegar allt eftir þörfum hverju sinni.

Stúkur og áhorfendabekkir fyrir:

  • Íþróttaleikvanga
  • Íþróttahús
  • Íþróttavelli
  • Sýningarhús
  • Samkomusali
  • Fyrirlestrasali
  • Kennslusali
  • Leikhús
  • Ráðstefnusali

Má bjóða þér sæti?

Fjölbreytt úrval af sætum

Hjá Exton er hægt að fá sæti í mjög fjölbreyttu úrvali. Með aðstoð sérfræðinga okkar er hægt að velja sæti fyrir stúkur, áhorfendabekki, varamannabekki o.s.frv.

Mögulegt er að velja sæti í ólíkum þægindaflokkum þar sem þau geta verið fóðruð eða ófóðruð, með baki eða án, með örmum eða án  o.s.frv.

Mögulegt er að fá sæti fyrir:

  • Stúkur
  • Áhorfendabekki
  • Útdraganlegar stúkur 
  • Færanlegar stúkur
Íþróttaleikvangur stúkur og sæti

Dæmi um sæti sem eru í boði

Tvær gerðir af gervigrasi án innfylliefna

Gervigras frá Greenfields fæst hjá Exton umboðsaðila á Íslandi. Umhverfisvænt hágæða gervigras án innfylliefna.

PURE PT

Hágæða gervigras fyrir keppnisvelli

Pure PT er byltingarkennt þéttofið gervigras lausn án innfyllingar, hannað fyrir fyrsta flokks frammistöðu, hámarksþægindi leikmanna og sjálfbærni. Þetta nýstárlega gervigras er þróað til að endurskapa gæði hágæða náttúrulegs grass og býður upp á einstaka leikupplifun án þess að þörf sé á innfyllingarefni.

Einstök trefjatækni tryggir mjúkt en stöðugt yfirborð, sem hámarkar boltarúll, grip og hreyfingar leikmanna. Með þéttum þráðum og háþróaðri samsetningu þráðana tryggir GreenFields Pure PT langvarandi endingu en um leið lausn sem þarfnast lágmarks viðhalds. Þetta gerir það að hagkvæmum og umhverfisvænum valkosti fyrir knattspyrnufélög og íþróttamannvirki.

Af hverju að velja Pure PT gervigras?:

  • Enginn innfylling – Skilar bestu mögulegu vallaraðstæðum mun líkari náttulegu grasi.
  • Óviðjafnanleg þægindi fyrir leikmenn – Einstakar trefjasamsetningar skapa mjúkt en stöðugt yfirborð.
  • Bætt boltastjórnun – Hannað til að auka nákvæmni, grip og náttúrulega spilun.
  • Mjög endingargott – Hannað til að endast lengi með lágmarks viðhaldi.
  • Sjálfbært og hagkvæmt – Lækkar rekstrarkostnað og styður við grænni framtíð.

Slide Max Pro NF

Gervigras sem hentar vel á sparkvelli eða önnur leiksvæði.

Slide Max Pro NF er þéttofið gervigras án fylliefna og góður valkostur fyrir alla almenna sparkvelli og eða leiksvæði. Þetta gervigras er  þróað til að mæta vaxandi alþjóðlegri eftirspurn eftir umhverfisvænum en slitsterkum sparkvöllum. Þræðir í Slide Max Pro gervigrasi tryggja langvarandi endingu og gæði. 

Gervigras sem hentar vel á sparkvelli eða önnur leiksvæði.

Helstu kostir Slide Max Pro NF:

  • Náttúrulegt útlit og áferð án innfyllingar í tvílita grænum lit.
  • Auðveldara í uppsetningu og viðhaldi.
  • Tilvalið fyrir litla velli og innanhússvelli.
  • Endurvinnanlegt ( í RTA ).
Íþróttaleikvangur stúkur og sæti. Stærri stúkur. Fastar stúkur

Stærri stúkur

Á stærri iþróttaleikvöngum og íþróttasvæðum þar sem stúkur eru hannaðar og byggðar upp með varanlegum hætti þá bjóðum við hjá Exton úrval lausna fyrir slík mannvirki ásamt hönnunaraðstoð og ráðgjöf.

Útdraganlegar stúkur

Á þeim stöðum þar sem sveigjanleika er þörf, t.d. til að nýta gólfpláss til æfinga öllu jafna en hafa möguleika á að draga út stúkur þegar þörf er á viðbótarsætum vegna keppnisleikja.

Útdraganlegar stúkur er hægt að fá til að draga út með handafli eða rafdrifnar, í ýmsum útfærslum þar sem sætin eru með eða án baks og hægt að fá þau þannig að þau reysist upp eða falla saman með sjálfvirkum hætti í rafdrifnum stúkum.

Færanlegar útdraganlegar stúkur

Þegar setja á upp viðburð innandyra eða utandyra þar sem þörf er á áhorfendabekkjum þá eru færanlegar og útdraganlegar stúkur hentug lausn.

Tilvalið t.d. fyrir sveitarfélog og eða íþróttafélög þannig að hægt sé að bregðast við óvenjulega miklum fjölda áhorfenda t.d. í úrslitakeppnum og stærri viðburðum.

Varamannabekkir og stólar

Hjá Exton er hægt að velja ýmsar útfærslur fyrir varamannabekki hvort sem það eru eiginlegir bekkir eða sterkir samanbrjótanlegir stólar sem hægt er að festa saman og ná þannig heildarmynd líkt og með bekkjum en mun meiri þægindi fyrir t.d. leikmenn og þjálfara.

AFAS Trainigscomplex - GreenFields

Fjárhagslegur ávinningur

Lægri stofnkostnaður og árlegt viðhald:

  • Lægri stofnkostnaður.
  • Ekki þörf á höggdempandi undirlagi.
  • Mun minna viðhald, bara burstun.
  • Engin árleg innkaup á innfylliefnum.
  • Allt að helmingu lengri endingartími.
  • 12 ára ábyrgð (árleg notkun > 1800 klst/ári).

Okkar helsti samstarfsaðili með stúkur

Avant sports logo samstarfsaðili Exton

Avant Sports Industrial Co., Ltd. hefur verið leiðandi í framleiðslu íþrótta- og frístundabúnaðar í Kína frá árinu 1994. Fyrirtækið hefur áratuga reynslu af að þróa og afhenda hágæða lausnir fyrir leikvanga, skóla og alþjóðleg stórmót.

Traust og gæði í forgangi. Avant Sports starfar í nánu samstarfi við helstu alþjóðlegu vörumerki íþróttaaðstöðu, og vörur þess hafa hlotið vottanir frá virtustu samtökum á borð við FIFA og FIBA. Þetta tryggir lausnir sem standast strangar gæðakröfur og endast til lengri tíma.

Valið af Exton. Eftir ítarlegan samanburð við fjölda birgja hefur Exton valið Avant Sports sem samstarfsaðila vegna traustra afhendinga og áreiðanlegra gæða. Með því tryggjum við íslenskum viðskiptavinum aðgang að sömu lausnum og notaðar eru á Ólympíuleikum, Asíuleikum og öðrum stórum íþróttaviðburðum víða um heim

Fyrir frekari upplýsingar um stúkur, áhorfendabekki og sæti fyrir ýmis mannvirki vinsamlegast hafðu samband við sérfræðinga okkar