Exton býður fjölbreyttar skjálausnir og skjái með ólíka eiginleika fyrir ólík verkefni hvort sem áskorunin er að birta efni innandyra eða utandyra á nettum skjám upp í risastóra skjái.
Exton býður fjölbreytt úrval af upplýsingaskjám af mörgum stærðum og gerðum fyrir uppsetningar og notkun innandyra og utandyra.
Við val á upplýsingaskjám líkt og svo mörgum skjám fyrir notkun hjá fyrirtækjum þá skiptir máli að velja skjái sem þola álagið sem fylgir því að hafa kveikt á þeim allan sólarhringinn eða megnið af honum.
Gagnvirkir skjáir eru fáanlegir í mörgum stærðum og með mismunandi búnaði til að stýra og gera virkni og tengingar við kerfi auðveldar og aðgengilegar.
Mögulegt er að velja kennsluskjái með ólíka eiginleika eftir eðli kennslu og aðferðum sem er beitt. Kennsluskjáir geta verið gagnvirkir en einnig með mun fleiri eiginleikum sem koma sér vel í kennslu.
Exton hefur fjölbreytt úrval og lausnir þegar kemur að því að birta myndefni utandyra, hvort sem það lifandi myndefni og eða auglýsingar. Formið á skjánum getur verið hefðbundið form eða skjálengjur (perimeter) skjái sem gjarnan eru notaðir meðfram íþróttavöllum.
Exton býður upp á mikið úrval af snyrtilegum hljóðvistarlausnum fyrir heimili, skrifstofur,
veitingahús og aðrar byggingar. Jafnframt veitum við faglega ráðgjöf í vali á lausnum og hljóðmælingar á rýmum auk uppsetningar á lausnum og búnaði.
Í boði er fjölbreytt flóra af inniskjám hvort sem það eru skjáir til að sýna lifandi efni eða til að birta auglýsingar og eða upplýsingar líkt og matseðla. Lykilatriði er að velja skjái sem hafa rétta upplausn og þoli þann tíma sem kveikt er á skjánum.
Stór partur af upplifun á viðburðum getur verið lifandi myndefni og þá er mjög mikilvægt að velja réttu skjáina til að tryggja sem magnaðasta upplifun áhorfenda og hægt er.
LED skjáir eru fjölbreyttir og skiptast í marga flokka eftir hvar á að nota þá og með hvaða hætti. Skerpa, birtustig, skjátími og endingartími getur verið mjög misjafn og því mikilvægt að velja réttu skjáina fyrir aðstæður hverju sinni.
Auglýsingaskjáir eru fáanlegir í mörgum stærðum og með ólík sniðmát hvort sem þeir eiga að birta auglýsingar innandyra eða utandyra. Exton bíður breiða línu af auglýsingaskjám, búnaði og lausnum til að stýra birtingum auglýsinga.
Exton er lausnafyrirtæki sem byggir á reynslu, þekkingu og menntun starfsfólks.
Exton hefur þjónustað leikhús og önnur viðburðarhús um árabil. Þjóðleikhúsið, Borgarleikhúsið, Leikfélag Akureyrar, Harpa og Hof eru á meðal þeirra sem skarta hljóð- og ljósabúnaði frá Exton.
Exton hefur einnig komið að hönnun og uppsetningu tæknilausna í fundarrýmum fjölmargra fyrirtækja og stofnana.
Við leigum allan búnað fyrir veislur og viðburði ásamt því að annast uppsetningu og umsjón með tæknibúnaði sé þess óskað.
Þegar halda á viðburð þar sem upplifun fólks er í fyrirrúmi þá erum við fyrirtækið fyrir þig.