Hjá Exton gengur þú að áratuga þekkingu og reynslu þegar kemur að tónlistarflutningi af öllu tagi.
Okkar helstu birgjar eru Meyer Sound Laboratories, QSC AUDIO, RCF, og NEXO. Valið hverju sinni fer eftir eðli verkefnisins og þörfum viðskiptavinarins.
Við finnum réttu lausnina með þér, því geturðu treyst.
Viðburðahús þurfa umgjörð og tækjabúnað sem stenst hæstu kröfur um gæði til að þjóna sem best fjölbreyttum þörfum margvíslegra viðburða. Það sem bestu upplifungesta er:
Exton er lausnafyrirtæki sem byggir á reynslu, þekkingu og menntun starfsfólks.
Exton hefur þjónustað leikhús og önnur viðburðarhús um árabil. Þjóðleikhúsið, Borgarleikhúsið, Leikfélag Akureyrar, Harpa og Hof eru á meðal þeirra sem skarta hljóð- og ljósabúnaði frá Exton.
Exton hefur einnig komið að hönnun og uppsetningu tæknilausna í fundarrýmum fjölmargra fyrirtækja og stofnana.
Við leigum allan búnað fyrir veislur og viðburði ásamt því að annast uppsetningu og umsjón með tæknibúnaði sé þess óskað.
Þegar halda á viðburð þar sem upplifun fólks er í fyrirrúmi þá erum við fyrirtækið fyrir þig.