Hjá Exton getur þú leigt hljóðkerfi og allan hljóðbúnað fyrir viðburði stóra sem smáa. Leigja má eingöngu búnaðinn en einnig bjóðum við upp á þjónustu við að setja upp allan búnað, stjórn á honum á viðburðinum sjálfum og taka niður búnaðinn og skila.
Við bjóðum upp á leigu á hágæða hljóðkerfum frá Meyer Sound Laboratories, RCF, og NEXO. Valið hverju sinni fer eftir eðli verkefnisins og þörfum viðskiptavinarins.
Tækjaleiga Exton býður upp á fjöldan allan af mixerum í mörgum stærðum. Við aðstoðum við val á borði sem hentar hverju verkefni fyrir sig.
Exton útvegar alla hljóðnema fyrir viðburðinn:
Við eigum hljóðnema frá Shure, Audix, DPA, Sennheiser, AKG, Mipro og ýmsum fleirum.
Exton er lausnafyrirtæki sem byggir á reynslu, þekkingu og menntun starfsfólks.
Exton hefur þjónustað leikhús og önnur viðburðarhús um árabil. Þjóðleikhúsið, Borgarleikhúsið, Leikfélag Akureyrar, Harpa og Hof eru á meðal þeirra sem skarta hljóð- og ljósabúnaði frá Exton.
Exton hefur einnig komið að hönnun og uppsetningu tæknilausna í fundarrýmum fjölmargra fyrirtækja og stofnana.
Við leigum allan búnað fyrir veislur og viðburði ásamt því að annast uppsetningu og umsjón með tæknibúnaði sé þess óskað.
Þegar halda á viðburð þar sem upplifun fólks er í fyrirrúmi þá erum við fyrirtækið fyrir þig.