Hljóðkerfi til leigu

Hljóðkerfi og hljóðbúnaður til leigu

Hjá Exton getur þú leigt hljóðkerfi og allan hljóðbúnað fyrir viðburði stóra sem smáa. Hægt er að leigja eingöngu búnað án tæknimanna, en einnig bjóðum við upp á þjónustu við að setja upp allan búnað, stjórn á honum á viðburðinum sjálfum og taka niður búnaðinn og skila.

Hljóðkerfi

Við bjóðum upp á leigu á hágæða hljóðkerfum frá Meyer Sound, RCF, og NEXO. Valið hverju sinni fer eftir eðli verkefnisins og þörfum viðskiptavinarins.

Hljóð hjá Exton hljóðkerfi til sölu og leigu

Hljóðkerfapakkar til leigu

Hljóðblöndun og hljóðstýringar

Tækjaleiga Exton býður upp á fjöldan allan af mixerum í mörgum stærðum. Við aðstoðum við val á borði sem hentar hverju verkefni fyrir sig.

Okkar helstu samstarfsaðilar í mixerum eru Allen & Heath og Midas Consoles.
Hljóðmixerar frá Exton

Hljóðnemar

Exton útvegar alla hljóðnema fyrir viðburðinn:

  • Allar gerðir þráðlausra hljóðnema; Sönghljóðnemar, næluhljóðnemar og spangarhljóðnemar
  • Hljóðnemar á trommusett, gítarmagnara, flygla, strengjahljóðfæri o.fl.
  • Púlthljóðnemar

Við eigum hljóðnema frá Shure, Audix, DPA, Sennheiser, AKG, Mipro og ýmsum fleirum.

Hljóðnemar frá Exton