Hjá Exton getur þú leigt streymisbúnað fyrir lifandi viðburði. Við sjáum um streymi fyrir allar stærðir tónleika og viðburða. Við útvegum háklassa mynd-, ljósa-, hljóð-, og hugbúnað og vinnum með þér við að þarfagreina viðburðinn.
Hvort sem um er að ræða ráðstefnu, íbúafund, fyrirlestur eða kynningu þá sjáum við um að koma hljóði og mynd í útsendingu í bestu mögulegum gæðum.
Einnig er í boði að leigja búnað hjá okkur ef vilji er til þess að sjá alfarið um útsendingu sjálf.
Hjá okkur getur þú leigt myndavélar, hljóðnema, skjái og sýningartjöld , hljóðkerfi og ljósabúnað.
Hafðu samband og fáðu tilboð í þitt streymi!
Exton er lausnafyrirtæki sem byggir á reynslu, þekkingu og menntun starfsfólks.
Exton hefur þjónustað leikhús og önnur viðburðarhús um árabil. Þjóðleikhúsið, Borgarleikhúsið, Leikfélag Akureyrar, Harpa og Hof eru á meðal þeirra sem skarta hljóð- og ljósabúnaði frá Exton.
Exton hefur einnig komið að hönnun og uppsetningu tæknilausna í fundarrýmum fjölmargra fyrirtækja og stofnana.
Við leigum allan búnað fyrir veislur og viðburði ásamt því að annast uppsetningu og umsjón með tæknibúnaði sé þess óskað.
Þegar halda á viðburð þar sem upplifun fólks er í fyrirrúmi þá erum við fyrirtækið fyrir þig.