Svið til leigu

Svið og sviðsvagnar til leigu

Hjá Exton getur þú leigt svið og sviðsvagna fyrir þinn viðburð. Allt frá litlum sviðspöllum og upp í stærstu gerðir af sviðum. Leitaðu til okkar og við finnum hentugustu lausnina. 

Sviðspallar

Sviðspallarnir okkar gera okkur kleift að bjóða upp á svið sem hentar hverju tilefni. Sviðspallarnir eru einfaldir í uppsetningu og gefa mikinn sveigjanleika í bæði flatarmáli og hæð sviðs.

Litedeck Prolyte sviðspallar svið

SEE LITE RISASVIÐ

Risasviðið hentar þegar umgjörð skal vera eins og best er á kosið. Tilvalið fyrir tónlistahátíðir og stórtónleika og hefur meðal annars verið notað á Secret Solstice sem aðalsvið, Fiskideginum MiklaAfmæli Hafnarfjarðarbæjar.

Við sérsníðum tæknilegar þarfir að þínum viðburði og útfærum bestu lausnirnar í samvinnu við skipuleggjendur.

Sviðsvagnar 10x8m til leigu hjá Exton

STAGEPARTNER SVIÐSVAGNAR

Stagepartner vagnarnir eru hagkvæmir þar sem koma þarf upp stóru sviði á skömmum tíma. Vagnarnir eru í tveimur stærðum og henta í bæði stærri og minni verkefni. Vagnarnir koma tilbúnir með sviðsgólfi og upphengibúnaði fyrir hljóð- og ljós. Þeir henta jafnt fyrir tónleika, fyrirtækjaviðburði, bæjarskemmtanir, sýningar og íþróttaviðburði. Vinnusparnaður er töluverður miðað við hefðbundin svið og eldri gerðir vagna.

Vagnana er hægt að fá án búnaðar eða hlaðna hljóð- og ljósabúnaði sem hentar hvaða viðburði sem er. Búnað er hægt að flytja að hluta eða öllu leyti í vögnunum til að spara flutningskostnað.

Svið og sviðsvagnar til leigu hjá Exton

Sviðsvagnar til leigu