Tjaldaleiga Exton býður upp tjöld í mörgum stærðum og gerðum. Hvort sem viðburðurinn er stór eða smár þá erum við með lausnina. Tjöldin er hægt að leigja án þjónustu og einnig með flutningi, uppsetningu og niðurtekt.
Kynntu þér úrvalið hér fyrir neðan
Okkar vinsælustu veislutjöld sem eru reist upp á sterkri álgrind og með hvítum plastdúk yfir. Hægt að leigja í ýmsum stærðum frá 36fm upp í 144fm. Mögulegt er að fá þessi veislutjöld í tveimur breiddum 6m og 8m.
Falleg topptjöld sem hentar vel sem sölutjald eða sem yfirbygging yfir sólpallinn. Hægt er að setja fleiri en eitt tjald saman.
Gala pop up tjöldin okkar eru einstaklega þægileg í flutningi og fljót í uppsetningu. Henta einstaklega vel sem yfirbygging á sólpallinn. Hægt er að nota það einungis með þaki, og einnig er hægt að velja sjálfur hversu opið tjaldið er. Tjöldin er hægt að fá í þremur stærðum, en það er Gala 20 (2x3m), Gala 30 (3x3m) og Gala 45 (3×4,5m)
Við bjóðum einnig upp á borð og bekki, langborð, hringborð og veislustóla, standborð, uppblásin húsgögn ljósaseríur, hljóðkerfi o.fl.
Þú getur valið um margar stærðir og mismunandi útfærslur af veislutjöldum allt frá 6fm upp í 144fm.
Fylltu út formið hér að neðan til að kanna hvort það sé laust tjald á þeim leigutíma sem þú óskar. Innsend fyrirspurn er ekki skuldbinding um leigu. Þegar búið er að finna rétta stærð af tjaldi og öllum búnaði þá sendum við þér tölvupóst til að staðfesta pöntun.
Exton er lausnafyrirtæki sem byggir á reynslu, þekkingu og menntun starfsfólks.
Exton hefur þjónustað leikhús og önnur viðburðarhús um árabil. Þjóðleikhúsið, Borgarleikhúsið, Leikfélag Akureyrar, Harpa og Hof eru á meðal þeirra sem skarta hljóð- og ljósabúnaði frá Exton.
Exton hefur einnig komið að hönnun og uppsetningu tæknilausna í fundarrýmum fjölmargra fyrirtækja og stofnana.
Við leigum allan búnað fyrir veislur og viðburði ásamt því að annast uppsetningu og umsjón með tæknibúnaði sé þess óskað.
Þegar halda á viðburð þar sem upplifun fólks er í fyrirrúmi þá erum við fyrirtækið fyrir þig.